götulokun drekavogur/njörvsund

götulokun drekavogur/njörvsund

Hvað viltu láta gera? Vil láta loka Drekavoginum við Njörvasund, Hvers vegna viltu láta gera það? Ég vil láta gera það til að stöðva akstur gegnum hverfið og minnka hraðakstur í Drekavoginum. Ungantekningarlaust ekur fólk bifreiðum sínum töluvert yfir hámarkshraða í íbúagötum hverfisins þar sem er mikið af gangandi vegfarendum, fullorðnum og börnum. Með því að loka neðst í drekavogi við njörvasund myndi þessi gegnum akstur um hverfið snarlega minnka og um leiðhraðaksturinn. Virðist vera að ekið se gegnum njörvasund og svo upp drekavog og ut skipasund til að stytta ser leið og losna undan ljósum á langholtsveginum.

Points

Ef ég skil þetta rétt er verið að tala um að klippa Drekavoginn í sundur? Sem íbúi alveg neðst í Drekavoginum (hinumegin við Njörvasundið) mótmæli ég því!

Ég er alfarið á móti þessu. Ég bý á þessu svæði og kæri mig ekki um að það sé verið að klippa götuna mína í tvennt og sé heldur ekki hvernig það gæti mögulega stöðvað hraðakstur? það er beygja þarna sem stöðvar hraðakstur nokkuð nátturulega og ef að þetta er að plaga fólk þá er hægt að planta hraðahindrun þarna frekar en að loka götunni alveg.

Ef Drekavoginum yrði lokað yrði erfitt fyrir okkur íbúana í Njörvasundi, Hlunnavogi og Sigluvogi að komast inn í göturnar okkar nema frá Sæbraut þar sem ekki er frárein inn í Njörvasundið frá Skeiðarvogi þegar ekið er frá Langholtsvegi. Íbúar við þessar götur þyrftu því að keyra alla leið niður í Skútuvog og snúa við til að komast heimleiðis. Það finnst mér fráleitt. Það verður að finna aðra leið til að draga úr hraða. Pínulítið kósý gróðurhringtorg eða aðgreina akreinar með trjám?

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information