Make Mjóddin Green (again)

Make Mjóddin Green (again)

Hvað viltu láta gera? Sá svona gróðurhús á Lækjartorgi í haust. Það var krúttlegt en það væri enn krúttlegra að hafa annaðhvort 1-3 svona í Mjóddinni eða jafnvel gera meiri gróðurhúsa stemmingu í mjóddinni. Láta gróður vaxa niður af efri hæðum svo það væri meiri græn stemming í Mjóddinni. Hvers vegna viltu láta gera það? Gráminn gerir lítið fyrir geðslagið. Hugguleg stemming skapast seint á gangtéttahellum heldur verður til í lifandi umhverfi. Mjóddin hefur upp á margt að bjóða, fínt, Nettó, ágætis bókabúð, frábæra fiskbúð svo eitthvað sé nefnt. Þá er bekkjaraðstæða í ágætis standi. Það vantar þó huggulegri stemmingu sem gæti fengist annaðhvort með tilkomu gróðurhúsa innan Mjóddar eða þá hreinlega að gera Mjóddina mun gróðurhúsalegri.

Points

Ég er fylgjandi yfirhalningu á verslunarkjörnum Breiðholts yfir höfuð; Mjódd, Hólagarði, Gerðubergi ofl. Þeir eru orðnir þreyttir á að sjá, en vandamálið er kannski ekki bara borgin heldur eigendurnir sem eru ekki að sinna umhirðu og ásýnd. Það væri frábært að fá borgina í þetta yfirhalningarverkefni með þeim.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Mjóddin, með sína yfirbyggðu göngugötu, er vannýtt. Þar mætti fegra umhverfið til muna með því að auka við gróðurinn og tjarnir með fiskum og vatnagróðri. Þar gæti t.d. verið mathöll með fjölda veitingastaða, kaffihús miðsvæðis, ísbúð og fleira. Gróðurhús þjónar litlum tilgangi því göngugatan sjálf er n.k. gróðurhús.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information