Göngubrú eða undirgöng yfir í útivistarsvæðið við Gufunesbæ

Göngubrú eða undirgöng yfir í útivistarsvæðið við Gufunesbæ

Hvað viltu láta gera? Ég vil fá göngubrú eða undirgöng yfir gatnamótin við Strandveg/Rimaflöt yfir í útivistarsvæðið við Gufunesbæ. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er búið að byggja upp mjög flott og fallegt útivistarsvæði við Gufunesbæ og það eru margir krakkar sem fara þangað en til þess að komast þangað þurfa þeir að fara yfir eina umferðarþyngstu götuna í Grafarvogi, þar sem einnig er mikil umferð af þungum og stórum bifreiðum.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Undirgöng er besta lausnin og er það alltaf. Því það er betra að fara undir en yfir.

Mjö hættulegt fyrir börn að fara yfir götuna þó það séu umferðarljós þarna.

Börnin mín fá ekki að fara í Gufunesbæ nema í fylgd með fullorðnum. Það væri æðislegt að geta nýtt þessa útivistarperlu meira með öruggum aðgangi fyrir börn. Undirgöng eru góður kostur en geta verið skuggalegur staður fyrir börn að fara í gegnum ein síns liðs. Göngubrú er fallegri og setur meiri brag á heildarmyndina fyrir utan frabæran stað til að njóta sólarlagsins á fallegu vor og sumarkvöldi með útsýni yfir hafið. 😊

Sammála, stórhættuleg gatnamót þar sem umferðahraði er töluverður og margir að gefa vel í og fara yfir á rauðu ljósi. Það er mikið um að farið sé með stóra barnahópa sem labba göngustíginn frá Rimaflöt og yfir ljósin á Strandvegi. Þar eru ekki beygjuljós og því alltaf hætta til staðar fyrir þá sem ganga yfir á grænum kalli. Dóttir mín fær ekki að fara ein þarna yfir af því það er beinlínis hættulegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information