hljóðmön í Ártúnsbrekku

hljóðmön í Ártúnsbrekku

Hvað viltu láta gera? Setja upp hljóðmön frá gömlu kartöflugeymslunum að N1 bensínstöð. Hvers vegna viltu láta gera það? Minnka hávaða frá umferð sem er töluverður.

Points

Nauðsynlegt til að minnka hljóðmengun sem er mikil í þeim hluta Ártúnsholtsins sem er næstur Miklubrautinni. Myndi bæta gæði búsetu til muna. Kv. Íbúi í Álakvísl.

Ég er íbúi í Bröndukvísl og sammála því að það rýrir lífsgæði okkar sem búum svo nálægt Vesturlandsveginum að búa við svo mikla hljóðmengun frá umferðinni. Þetta svæði er eitt af þeim svæðum sem skilgreind eru í forgangi í Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn hávaða 2018-2023.

Ég styð þessa hugmynd en eg væri til í að þetta næði lengra færi framhjá N1 og alveg að strætó stoppistöðinni

Hljóðmengun í Ártúnsholti er óásættanleg. Ég bý í Bröndukvísl og heyrist mikið í umferðinni í Ártúnsbrekku bæði þegar setið er úti í garði og í gegnum svefnherbergisglugga. Hávaðinn rýrir því lífsgæði í hverfinu.

Hljóðmön hefur verið á dagskrá þarna síðan Ártúnsbrekkan var breikkuð. Það væri óskandi að borgaryfirvöld hættu að eyða peningum í skýrslur á fimm ára fresti og settu þá frekar í framkvæmdir þarna. Hér er nýjasta áætlunin og þar kemur fram að á þessu svæði er dómsdagshávaði og hefur sama niðurstaða legið fyrir í amk 25 ár: https://reykjavik.is/sites/default/files/2200-894-54_adgerdaaaetlun_rvk_2018-2023.pdf .

Það er mikil þörf á hljóðmön mefram Vesturlandsvegi til að draga úr hljóðmengun. Þörf er á hljóðmön frá Urriðakvísl og alla leið upp að hyljunum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information