Lagfæra náttútulegan móa á mótum Strandvegar og Borgavegar.

Lagfæra náttútulegan móa á mótum Strandvegar og Borgavegar.

Hvað viltu láta gera? Lagfæra náttútulegan móa nálægt styttugarði á mótum Strandvegar og Borgavegar. Fyrir u.þ.b. 2-3 árum var steyptur kantur meðfram götunni væntanlega til að fyrirbyggja utanvegaakstur þarna. Sá kantur er greinilega ekki nægilega langur því síðan þá eru bílar sífellt að smeygja sér niður fyrir enda kantsins og keyra inn á móann. Hann er nú orðinn að ljótu leðjusvaði sem hefur nú stækkað alla leið að útsýnispalli í nokkurri fjarlægð norðan gatnamótanna. Bílarnir keyra sífellt lengra og skemma meira. Nú er svo komið að trukkar eru farnir að sjá sér leik á borði og farnir að nota þetta sem ókeypis næturbílastæði eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þetta þyrfti að lagfæra og setja jafnvel vegrið til að fyrirbyggja utanvegakstur í móanum. Sumir hafa viðrað þá hugmynd að setja þarna bílastæði en það myndi skapa töluverða slysahættu þar sem það yrði mitt í krappri beygju og þar sem oft er mikil og hröð bílaumferð. Ég get séð þetta svæði út um glugga hjá mér og hef nokkrum sinnum séð bíla naumlega sleppa við árekstur. Ekki síst þegar bílar eru að keyra af þessu svæði og taka svo U-beygju við umferðareyjuna sem er þarna til að komast í austurátt. Ef einhver bílastæði verða útbúin ættu þau frekar að vera norðan við gatnamót Strandvegar og Borgavegar þar sem útsýnispallur er með bekkjum og góðri aðstöðu og minni og ekki jafn hraðri umferð eða annað hvort neðan við Hallsteinsgarð eða neðan við útsýnispallinn vestanverðan. Hvers vegna viltu láta gera það? Lagfæra náttúru sem búið er að skemma og breyta í leðjusvað og versnar sífellt.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/ Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

betra væri að búa til Bílastæði á þessum stað. einmitt vegna þess að fólk vill leggja þarna til að njóta sólseturs, rölta um styttugarðinn eða dást að flugeldum á gamlárskvöld.

Það er augljóst að það er eftirspurn eftir því að leggja bílum þarna, svæðið hefur látið mikið á sjá á stuttum tíma og því augljóst að þetta er að aukast, að fólk komið þarna á bílum til að taka myndir og eiga stund með gott útsýni.

Þetta er utanvegaakstur, sjónmengun, hættuleg beygja þar sem bílar fara inná og útaf móanum. Þarna var fuglalíf og móagróður sem búið er að eyðileggja. Erlendis þar sem eru staðir með fallegu útsýni eru ekki bílastæði akkúrat staðsett á útsýnisstað heldur fjær þannig að ekki verði sjónmengun af. Fjöldi göngu- og reiðhjólafólks á leið þarna um, barnafjölskyldur í spássitúr og bílarnir skapa hættu og sjónmengun á þessum yndislega stað sem allir Grafarvogsíbúar meta mikils.

Fallegt útsýni myndi skemmast með bílastæði, langtum betra væri að lagfæra móann og koma í veg fyrir að bílar eða önnur umferð komist þarna um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information