Afgirt lausagöngusvæði fyrir hunda á Klambratúni

Afgirt lausagöngusvæði fyrir hunda á Klambratúni

Hvað viltu láta gera? Ég vil fá afgirt lausagöngusvæði fyrir hunda á Klambratúni. Svæðið sem gæti hentað vel er t.d. þar sem að malarvöllur var einu sinni, sem er svæðið sem er við Lönguhlíð og er lítið nýtt í dag. Þetta þyrfti ekkert að vera mjög stórt svæði en svona hundagerði eru í nánast öllum almenningsgörðum erlendis. Það labba líklega í kringum hundrað hundar í gegnum Klambratún með eigendum sínum á hverjum degi. Það væri gaman að geta sleppt hundinum sínum lausum og notið þess að sitja á bekk á meðan hann leikur sér, á blíðviðrisdegi :) Hvers vegna viltu láta gera það? Löngu kominn tími á þetta.

Points

Þau hundasvæði sem eru á höfuðborgarsvæðinu eru oft með mjög mikið af grjóti og hætta á alls konar slysum á loppum. Hef sjálf lent í því að nokkrar neglur rifna af hundinum mínum og þófinn hefur einnig rifnað upp. Það sárvantar afgirt svæði á grasfleti sem er á miðju höfuðborgarsvæðinu.

Væri æðisleg viðbót við besta garð á hfb svæðinu.

Styð þetta. Ég labba með 1 árs voffa þarna daglega, hún væri mikið til í að fá að vera laus og leika.

Ég fagna þessari tillögu og styð hana heilshugar.

Mikil þörf fyrir þetta. Hundahald hefur aukist en svæðum ekki fjölgað í takt við það. Einnig umhverfisvænna að þurfa ekki að keyra að útjaðri rvk til að hreyfa hundana.

Það er klárlega mikil þörf fyrir þetta í þessu hverfi og afgirt svæði myndi auka gleði og öryggi hunda, hundaeigenda og annarra á svæðinu sem nóg er af. Frábær hugmynd.

Hundagerði myndi auka hamingju hunda og hundaeigenda sem búa í hverfinu, örugglega líka margra annarra sem ganga um Klambratún og gætu notið þess að fylgjast með hundum og eigendum að leik. Hundagerðið þyrfti að vera í myndarlegri stærð svo það nýtist vel. Hundar geta nefnilega verið viðkvæmir fyrir því að koma inn á lítið svæði þar sem ókunnugir hundar eru fyrir. Þar sem mikil bílaumferð er nálæg er nauðsynlegt að gæta öryggis og hafa tvöfalt hlið.

Góð hugmynd, og væri jafnvel hægt að bæta við nokkrum föstum hundafimistækjum til þess að gera þetta enn betra.

Ekki eiga allir hundar samleið m.a. vegna stærðar. Þau þurfa þá að vera fleiri.

Ekki eiga allir hundar samleið m.a. vegna stærðar. Þau þurfa þá að vera fleiri.

Ég get ekki annað en stutt þetta, lausa ganga hunda á Klambratúni getur verið mjög óþægileg upplifun fyrir foreldra með börn á þessu svæði. Skil það vel að það sé þörf á svona svæði í borginni, myndi samt vilja biðla með vinsemd til hundaeigenda að hafa hunda í bandi á Klambratúni á meðan það er ekki búið að útbúa svona svæði.

Búin að bíða eftir þessu mjög lengi!!!

Það er þörf á fleiri svæðum um borgina!

Mikil þörf á þessu.

Jahá! Klarlega kominn tími á þetta 👏🏼👏🏼🐕🐶

Styð þetta!

Hundaeigendum í grennd við Klambratún hefur fjölgað mikið og erum við nú þegar mikið á túninu að viðra hundana og þar hefur skapast skemmtilegt samfélag hunda og eigenda þeirra. Hundagerði með almennilegu undirlægi og viðhaldi væri kærkomin viðbót við það sem fyrir er á Klambratúni. Það er líka umhverfisvænna að við viðrum hundana okkar þar en að við keyrum í önnur hverfi eða út úr bænum til þess. Vill líka leggja til bekki fyrir eigendur að setjast á og jafnvel einn krúttlegan kaffivagn.

Mikil þörf á rúmgóðum svæðum fyrir lausagöngu hunda í Reykjavík

Það er í hróplegri mótsögn við umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar að þurfa að keyra á svæði eins og Geirsnefið eða Geldinganes til að geta sleppt hundum lausum. Stærri hundar hafa ekkert gagn af litlum hundagerðum, þetta þarf að vera stórt svæði, þeir þurfa nóg pláss til að geta hlaupið og leikið sér. Það flokkast víða sem ill meðferð á hundum t.d. í Þýskalandi að leyfa þeim ekki að hlaupa lausum, fyrst hundahald er á annað borð leyft í Reykjavík þarf borgin að taka ábyrgð á því að útvega svæði.

Löngu kominn tími á að fá hundagerði á Klambratún. Klambratún er líka fyrir hunda. Hundagerðið þarf að vera vistlegt fyrir hunda og mannfólk. Vona innilega að ef þetta hundagerði verði að veruleika, þá fái Reykjavikurborg stjórn FÁH (Félag ábyrgra hundaeigenda) til þess að hundagerðið verði eins og best verður á kosið.

Aðgengi íbúa miðborgar og Hlíða að svæðum þar sem hundar meiga vera lausir er mjög takmarkað, þetta mundi bæta úr því.

Ég er fullkomlega hlynnt þessari tillögu en það verður að hafa hugfast að lítill, tómur ferningur með malarundirlagi er ekki góður fyrir þófa og er ekki örvandi umhverfi. Í hundagörðum í Svíþjóð voru alltaf runnar og tré meðfram að innanverðu, grasundirlag, bekkur og jafnvel stór grjót.

Já endilega en vona þetta gerði verði gert stærra og hentugra en öll þau sem hafa komið. Gerðin eru of lítið og léleg. Gras í stað möl og bara gera þetta ALMENNILEGA

Akkúrat ekkert gert fyrir hundaeigendur í RVK Geirsnef ógirt og hættulegt dyrum margir hundar orðið fyrir bil og drepist einnig minn eingöngu hirt hunda gjöld sem eru fáránlega dyr og ekkert gert fyrir eigendur meðan flest önnur sveitarfélög eru til fyrirmyndar

100% þægilegra fyrir alla :)

Frábær hugmynd! Sárvantar hundagerði í hverfinu, þar sem hundar geta hlaupið og fengið útrás og hitt aðra hunda. Þetta var í flestöllum hverfum þar sem ég bjó erlendis. Ég myndi líka vonast til að ef hundagerði yrði opnað þarna, þá myndi fólk hætta að nota leikvellina í hverfinu sem hundagerði, eins og gert er nú t.d. á leikvellinum í Meðalholti, þar sem fólk kemur með hundana sína og sleppir þeim lausum.

Það væri frábært að geta labbað með hundinn þangað sem hægt væri að sleppa honum.

Mig dreymir um hundaleiksvæði eins og ég hef séð víða erlendis með rörum og þrautabrautum til að þjálfa hunda. Slík viðbót inn á afgirt svæði væri frábær!!

Það er mikilvægt að hafa mörg hundasvæði innan hverfa höfuðborgarsvæðisins svo það sé ekki nauðsinlegt fyrir hundaeigendur að eiga bíl. Hundar þurfa að geta sprett úr spori, þefað og hreyft sig óþvingað inn á milli þess sem þeir fara í taumgöngur til þess að halda við líkamlegri og andlegri heilsu. Gerðin þurfa að vera nógu stór til þess að stórir hundar geti tekið spretti, en einnig nógu þétt og nálægt jörðinni svo smærri hundar geti ekki smokrað sér út.

Það hefur sárlega vantað hundagerði á Klambratún mjög lengi og það þarf að vera af góðri stærð. Þá er tilvalið að líta til þess hvernig hundagerði eru í almenningsgörðum þar sem vel er gert erlendis, t.d. þegar kemur að tvöföldu hliði og gerð girðingar.

Ekki eiga allir hundar samleið m.a. vegna stærðar. Þau þurfa þá að vera fleiri.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information