Hraðahindranir í undirgöngum undir Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg

Hraðahindranir í undirgöngum undir Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg

Hraðahindranir sem settar voru á göngustígana undir Breiðholtsbraut og Suðurlandsveg þegar þeim var skipt í tvennt eru hjólreiðamönnum til mikils ama og hreinlega hættulegar. Það sést best á því að hjólandi umferð sneiðir hjá þeim og fer út af stígnum.

Points

Hindranirnar fara oft mjög illa á veturnar þegar ruðningstæki rekast í steinana og velta þeim við, þá myndast miklar holur sem vont er að lenda í á hjóli og gangandi ef því er að skipta. Einnig valda þær því að sandur úr þeim safnast fyrir á stígnum í beygjunni sem er öðrum megin við bæði undirgöngin og veldur hjólafólki hættu og erfiðleikum.

Það hlýtur að vera hagkvæmara að malbika þessa staði einu sinni heldur en að eyða peningum í að leggja steina aftur og aftur. Það er óþægilegt að labba á þessari ójöfnu, sérstaklega í léttum skóm.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information