Breyta nafni neðsta hluta Skólavörðustígs í Regnbogansstræti

Breyta nafni neðsta hluta Skólavörðustígs í Regnbogansstræti

Hvað viltu láta gera? Breyta nafni neðsta hluta Skólavörðustígs í Regnbogansstræti eða Regnbogastræti Hvers vegna viltu láta gera það? Af því að regnboginn á götunni er nú kominn til að vera og við eigum að sýna stuðning okkar við málstað hinsegin fólk og fjölbreytni samfélagsins í verki.

Points

Regnbogastræti er fallegt og lýsandi nafn. Veit ekki með Regnbogansstræti :)

Regnbogans stræti er viðeigandi og fallegt götuheiti á þessum stað. Tilvísunin í samnefnt lag (og plötu) eftir Bubba Morthens gerir það bara sterkara. Tónlistin hans er samofin þjóðarsálinni og þar hefur hann tekið virka afstöðu með hinseginfólki í gegnum tíðina.

Frábær hugmynd fyrir þennan litla götustúf. Þar með yrði ekki aðeins regnbogalitaða gatan að myndefni á samfélagsmiðlum, heldur einnig götuskiltið. Reykjavík hreinlega getur ekki fengið fallegri og jákvæðari lífræna markaðssetningu heldur en af brosandi hinsegin fólki sem finnst það vera boðið velkomið með þessum hætti. Styð Regnbogastræti (en er ekki eins sannfærð um orðskrípið Regnbogansstræti).

Virkilega flott framtak. Þykir Regnbogastræti fallegra en Regnbogansstræti en engu að síður er þetta falleg tillaga og styð hana fullkomlega. Ég er sammála nokkrum hér sem benda á að regnboginn er orðinn mikill hluti af sögu götunnar og hefur fólk tekið regnboganum mjög vel. Glæsileg hugmynd!

Sem stoltur Reykvíkingur og hinsegin manneskja finnst þér þessi hugmynd æði 💚

Hildur G. stingur upp á Regnbogastígur í samræmi við Skólavörðustígur. Ég tek undir það. Mér finnst aðalrökin verða að regnboginn er hluti af sögu götunnar og hefur verið þáttur í Reykjavik Pride og Hinsegin dögum í verulega mörg ár. Einnig er hann orðinn varanlegur samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar.

Hér má finna myndband um lagið hans Bubba sem var innblástur minn af hugmyndinni: https://www.facebook.com/watch/?v=528875537887674

Það er óvirðing við sögu Reykjavíkur að vera að breyta góðum og gildum götunöfnum eins og t.d. Skólavörðustígur sem vísar til staðhátta og eldri örnefna á augljósan hátt þó að við hugsum kannski ekki alltaf út í það. Það þarf ekki alltaf að breyta bara til að breyta samfara tíðarandanum. Án fortíðar, er erfitt að staðsetja sig í samtímanum og ganga á vit framtíðar. Það þarf líka að vera til stöðuguleiki í einhverju í tilverunni! Alveg nóg að hús og umhverfi blási burt eins og vindurinn.

Frábær hugmynd!

Gott mál að neðsti hluti götunnar sé regnbogagata, en það er alls engin ástæða til að breyta heiti götunnar!

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um eiginlega nýframkvæmd að ræða og ákvörðun um breytingu á götuheitum þarf að fara fyrir skipulags- og samgönguráð og er háð samþykki þeirra. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Áður hafa komið inn álíka hugmyndir á öðrum vettvangi, til að mynda þegar tillaga um nefna götu í höfuðið á persónu úr Star Wars barst á Betri Reykjavík og var send umhverfis- og skipulagsráði til meðhöndlunar. Þá var götu sem bar heitið Bratthöfði breytt í Svarthöfða. Sjá hlekk á frétt: https://reykjavik.is/frettir/svarthofdi-i-reykjavik. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information