Stytta af Kanye West

Stytta af Kanye West

Hvað viltu láta gera? Reisa styttu af Kanye West á Sundlaugartúni við Westurbæjarlaug eða Landakotstún á Vesturgötu. Þetta myndi rata í heimsfjölmiðla og leiða til þess að miklir Kanye West aðdáendur, alls staðar að myndu flykkjast til Kanye Westurbæjar og skoða styttuna. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta myndi koma Vesturbæ í heimsfjölmiðla. Borgin gæti boðið hr. West og frú Kardashian West að vígja styttuna þegar hún verður reist. Það mun leiða til þess að aðdáendur þeirra geri sér ferð til að skoða styttuna og þ.a.l. verða til þess að þetta væri menningarlegt tákn Vesturbæjar og jafnvel Íslands. Friðarsúlan er dæmi um verkefni sem tengist popp menningu og hefur gengið gríðarlega vel og er þessi hugmynd ekki síðri en hún.

Points

Besta hugmynd í heimi

Skemmtileg, fyndin og skrítin hugmynd. Bara gaman tbh😀

Besta hugmynd sem eg hef heyrt. Við þurfum fleiri einstaklinga eins og Aron

Hef ekki heyrt betri hugmynd!

Alger snilld og óskiljanlegt að engum datt þetta í hug fyrr. Tímalausa snilldin "Gold digger" hafði mikil áhrif á mig sem ungur maður. Nú á tímum þegar vantar jákvæðar en þó breyskar fyrirmyndir fyrir unga menn þá er Kanye West sá sem ég hugsa til. Og þótt hann sé erlendur þá er hann í sálartetri margra kynslóða íslendinga.

Þetta er sniðugt

Frábær hugmynd! Væri svo gott að hafa hana upplýsta á veturna með All of The Lights

🍩Hugmynd ársins.😆

Þetta er þörf umræða!

Frábær hugmynd

Ég heiti guðjón og segi dojojojong

Algjör snilld að heiðra þennan merka mann með styttu og væri gaman að fá hann til að vígja styttuna enda mikill Íslandsvinur.

Ja eg elska kanye👍👍

Ætti að vera löngu búið að framkvæma þetta!

Frábær hugmynd, Kanye Westubæjarstyttan myndi sóma sér vel á Sundlaug Westurbæjartúninu.

Þetta er það eina sem kæmi íslandi upp á þessum erfiðu tímum

Takk fyrir ummælin, ég geri mér grein fyrir því að Vesturbæjarlaug er í 107 en gamli Vesturbærinn er í 101 og þ.a.l. er þessi hugmynd hér líka. Þessi stytta þarf ekki að vera bundin við Sundlaugartún, hún gæti til dæmis líka verið á Vesturgötu t.d. á Landakotstúni.

Kominn tími til

Frábært í alla staði, áfram með westurbæ

Þetta er algjör snilld!

Þetta finnst mér frábær hugmynd, Kanye West er snillingur og hefur haft mikil áhrif á ótrúlega marga Íslendinga, mig sjálfan meðtalinn.

Þetta væri mjög flott

Kanye West er mikilvægasti listamaður 21 aldarinnar, stytta af honum á 100% heima í Vesturbæ

Frábær hugmynd!

Yndislegt, svakalegt, besta hugmynd allra tíma!

Frábær hugmynd. Kanye West er einn hæfileikaríkasti listamaður samtímans, hvort sem fólki líkar það betur eða verr🙏🏻

ég hada kane west😡

Með því að reisa þessa styttu þá vill ég einnig stofna sértrúarsöfnuðin Yeezus þar sem aðdáendur koma fyrir framan styttana á föstudagskvöldin með kerti og chanta nafnið hans Yeezus

Sannarlega verðugt verkefni sem myndi lífga upp á okkar ágætu borg.

Loksins hugmynd sem vekur neista í unga fólkinu! Reykjavíkurborg skuldar komandi kynslóðum að tekið sé mark á þeim þegar spennandi hugmyndir eins og þessar koma frá þeim. Augljóst er að mikill meðbyr er með þessari tillögu og nánast borðliggjandi að einn áhrifamesti og vinsælasti listamaður allra tíma fái reista styttu af sér í dafnandi menningarborginni sem Reykjavík ætlar sér að vera.

Ungt fólk myndi streyma inni vesturbæinn til að sjá þessa styttu af þessum merkilega manni.

Mjög góð hugmynd

Eitt verð ég að viðurkenna, ég hlusta ekki á Kanye West, því mér líst ekkert á tónlistina hans. Engu að síður veit ég vel að hann er meðal frægustu rappara heimsins og í rauninni einn af frægustu mönnum í heimi yfir höfuð, og það er óneitanlegt að þetta myndi laða að marga túrista, ekki bara vegna þess að styttan er þarna heldur vegna þess að þetta verður veirufrétt, og mun þá athyglin hugsanlega snúast að Íslandi enn fremur vegna þess. Þetta er ansi sniðugt. 👍 stórt læk á þetta! Algjör snilld

Frábær hugmynd, Eiginlega ekki heyrt betri hugmynd, þetta mun koma vesturbænum á kortið!

Við Íslendingar eigum nóg af framúrskarandi tónlistarmönnum sem frekar ætti að reisa styttu af.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins Hverfið mitt hefur metið þessa hugmynd og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki tæk* til kosningar í Hverfið mitt. Þegar listaverk eru reist í borgarlandinu er almennt haft að leiðarljósi að um höfundarverk listamanna sé að ræða og horft til þess að fleiri en einn listamaður hafi tækifæri til að koma hugmyndum sínum um útfærslu á framfæri. Eins og tillagan liggur fyrir hefur hún ekki listrænt gildi og er ekki sett fram sem listræn áskorun. Nýjar hefðbundnar brjóstmyndir/styttur eru fátíðar nú á 21. öld og hefur heldur verið farin sú leið að leita til listamanna um að skapa verk til heiðurs nafngreindu fólki sem eru táknræn fyrir ævi þeirra eða framlag til samfélagsins. Almennt er ástæða til að árétta að minnisvarðar um þjóðþekkta einstaklinga eru nokkrir í borgarlandinu og þá flestir höfundarverk listamanna 20. aldar. Þegar um er að ræða styttur eða minnisvarða um tiltekinn einstakling koma einnig lögfræðileg álitamál til skoðunar sem flækja málið enn frekar. Slík verk fela í sér að borgin notfæri sér nafn, ímynd eða ótvíræð auðkenni einstaklings. Í einhverjum tilfellum getur það stangast á við lög, t.d réttinn til friðhelgi einkalífs, sjónarmið um vernd æru manna og jafnvel reglur um vernd vörumerkja. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Léleg hugmynd. Átta mig ekki á því hvað Kanye West tengist íslenskri menningu á nokkurn hátt ? Er eitthver tenging milli Kanye West og Vesturbæjarins, fyrir utan að eftirnafnið hans er "West" og það eru unglingar sem búa þar sem eru aðdáendur ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information