Leikvöll á Kleifarveg

Leikvöll á Kleifarveg

Hvað viltu láta gera? Innst á Kleifarvegi er opið svæði, fyrrum leikvöllur sennilega. Ég legg til að hann verði endurnýjaður og komið verði fyrir góðum leiktækjum fyrir börn á öllum aldri. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að lífga upp á hverfið og stuðla að mannlífi milli húsa.

Points

frábær hugmynd! Hverfið að yngjast upp og vantar svæði fyrir krakkana sem búa fyrir ofan Laugarásveg og upp að Austurbrún

Hér var lítill leikvöllur sem væri alveg frábært að fá aftur, litlum börnum hefur fjölgað mikið í hverfinu og því væri þetta tilvalinn staður fyrir nokkur leiktæki, þó það væru ekki nema rólur og vegasalt eða eitthvað einfalt. Á sama tíma gæti myndast notaleg nágrannastemning - væri jafnvel hægt að útbúa lítinn skiptibókaskáp þar sem fólk gæti skilið eftir bækur eins og tíðkast víða erlendis (núna þegar sér fram á endann á Covid vonandi).

Frábær hugmynd fyrir öll krílin í hverfinu og fjölskyldur þeirra.

Sæl, er íbúi í þessum yndislega botnlanga. Lítil bílaumferð þarna og afar huggulegur gróður en göngustígar sem Þverá hverfið liggja þarna um. Færi vel á því að hafa lítinn leikvöll. Væri mjög kærkomið

Það væri tilvalið að nýta þetta svæði betur og gera þetta að samkomustað fyrir fólkið í nágrenninu. Það væri gaman að sjá leikvöll, útigrill, matjurtabeð og fleiri bekki.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin þín snýr að vinnu sem þegar er áformuð á næstu misserum og er þ.a.l. í öðru ferli. Hún er því ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information