Bílar gestir á öllum götum í 101

Bílar gestir á öllum götum í 101

Hvað viltu láta gera? Endurskilgreina allar akbrautir í 101 sem tvístefnu hjólastíga. Þar sem það á við mættu akandi fara um sem gestir. Almennar umferðarmerkingar og götuyfirborð yrðu miðuð að hjólandi, en þar sem þar á við væru viðbótar undanþágumerkingar ætlaðar akandi. T.d. "tvístefna (velkomin). Nema fyrir akandi: þá innakstur bannaður". Hjólandi gætu hjólað í allar áttir á öllum götum og gatnamótum, og aldrei væri gert ráð fyrir að hjóla þurfi upp á gangstéttir. Hvers vegna viltu láta gera það? Stefnumótun borgarinnar í samgöngumálum gerir ráð fyrir að gangandi og hjólandi séu ávallt framar í forgangsröðinni við mótun borgarrýmisins heldur en akandi. Ég hjóla mikið um miðbæinn, og leiðist mjög að þurfa að hjóla á móti einstefnum, eða upp á gangstéttar. Sérstaklega á gatnamótum, þar sem ég kem úr óvæntri átt. Nýleg gatnamót hafa ekki gert ráð fyrir að hjólandi geti farið um þau á akbrautunum á móti einstefnu akandi. Þetta myndi bæta tugum kílómetra við hjólanet borgarinnar í einu vetfangi.

Points

👍🏽👍🏽👍🏽👍🏽

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information