Hvað viltu láta gera? Það mætti vel gera meira við Heiðargerðisróló svo að hann laði frekar að yngstu börnin þar í kring sem fer fjölgandi. Einnig þyrfti að setja hraðahindrun þar sem Stóragerði og Heiðargerði mætast því þar koma bílar oft niður á húrrandi fart sem er stórhættulegt fyrir börn, ketti og aðra. Hvers vegna viltu láta gera það? Af því að ég bý við Heiðargerði og vil börnunum okkar það besta
Algjörlega sammála þessu. Hér milli Háaleitisbrautar og Grensás er aðeins þessi leikvöllur og skólalóðin sem er með leiktækjum sem henta 5 ára og eldri. Það er því bráðnauðsynlegt að fá hingað amennilegan leikvöll fyrir yngri börn með mjúku undirlagi og ungbarnarólu.
Hraðahindranir og þrengingar draga úr slysahættu. Hins vegar auka hraðahindranir hávaða, slit á bílum og verulega mengun lofttegunda eins og CO2 og NO2 og skaðlegra agna en ef umferðarflæði er jafnara. Því legg ég til að þarna verði frekar þrengt enn frekar.
Það þarf að gera þrengingu í brekkunni niður Stóragerði sem tengist síðan Heiðargerði í átt að leikvellinum bílar keyra á ofsa hraða virða ekki 30km hraðann
https://www.betrireykjavik.is/post/19468 Ég kom með þessa hugmynd í fyrra og hún fékk mjög góðar undirtektir.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og er ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Háaleitis og Bústaða á fimmtudaginn næstkomandi þann 6. maí milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á Facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/202843634962715. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Hluti hugmyndar sem snýr að hraðahindrun er ekki kosið um og fer áfram sem ábending þar sem um er að ræða öryggisverkefni sem fer sem ábending til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagsviðs Reykjavíkurborgar. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Kæri hugmyndahöfundur Uppstilling kjörseðla fyrir kosningarnar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt fór fram á opnum fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Þín hugmynd var því miður ekki valin áfram og verður því ekki á kjörseðlinum að þessu sinni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má finna hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og ljóst að margar góðar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation