Litla Hafpulsan

Litla Hafpulsan

Hvað viltu láta gera? Reisa afsteypu af verki Steinunnar Gunnlaugsdóttur á áberandi stað við tjörnina. Hvers vegna viltu láta gera það? Verkið vakti gríðarlega athygli og umræðu. Hún vísar í söguna á húmorískan máta, því pulsan er hluti af matar-menningararfleifð okkar frá Danmörku þar sem hinnar frægu Hafmeyju H.C. Andersen er minnst með bronsstyttu við ströndina. Með þessu fögnum við nýlenduarfleifð okkar og sköpum minnismerki sem með tímanum á eflaust eftir að verða vinsæll staður fyrir bæði heimamenn og ferðalanga að taka myndir af.

Points

Hafpulsu og haftaco hlið við hlið!

Ég vil litla hafpulsu

Þetta er allra ljótasta listaverk sem sett hefur verið upp í Reykjavík. Að þurfa að ganga daglega framhjá þessu fagurfræðilega hryðjuverki olli mér gríðurlegri sálarangist allan tímann sem hún stóð þarna í sínum fölbleika ömurleika. Daginn sem þetta var tekið niður fór ég í ríkið, keypti flösku af freyðivíni og drakk á meðan ég horfði yfir (nánast) ómengaða borgarmyndina sem nú loks skartaði aftur sínu fegursta til að fagna því að hún væri farin. Þetta bremsufar brennur vonandi í víti.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins Hverfið mitt hefur metið þessa hugmynd og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki tæk* til kosningar í Hverfið mitt. Innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur hefur áður fjallað um verkið og ekki mælt með að útfært verði í varanlegan efnivið. Uppsetning verksins var einkar vel heppnað tímabundið listaverk í almenningsrými sem endurspeglar samtíma sinn á áhugaverðan og um leið húmorískan hátt. Í umræðum nefndarinnar kom fram það mat að mikið gildi fælist í hinu óvænta og tímabundna inngripi sem það var í almenningsrými, það væri vel heppnuð húmorísk ádeila sem ætti erindi núna en jafnframt dró nefndin í efa að sami andi fylgdi verkinu í varanlegt form auk þess sem erindi þess sé bundið við stað og stund. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information