Hvað viltu láta gera? Að íbúar Kollafjarðar fái ljósleiðara á sömu kjörum og aðrir Reykvíkingar í samræmi við jafnræðis reglu stjórnarskrárinnar. Grunnþjónusta við borgarbúa á að vera sú sama alls staðar er s.s rafmagn, hitaveita, vatn, vegir, strætó, fjarskipti (sími, ljósleiðari) o.fl. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er sanngirnismál fyrir 136 heimili í borginni sem borgarstjórn ætlar að brjóta á. Aðrir Reykvíkingar hafa ekki þurft að greiða gjald fyrir að tengjast ljósleiðara. Styrkveiting Fjarskiptatsjóðs kr. 48.960.000 og framlag Reykjavíkurborgar kr. 50.000.000 til þessa verkefnis og samþykkt var í Borgarráði 23. júlí 2020, stendur meir en vel undir kostnaði við lagningu þessara ljósleiðara samkvæmt tilboði Mílu, kr. 55.980.000, heildartilboðsfjárhæð án vsk. Ef öll 136 aðilar/heimili láta tengja sig fæst styrkur upp á 48.960.000 og inntökugjöld upp á 13.600.000, samtals 62.560.000, þó svo að tilboð Mílu hafi hljóðað upp á 55.980.000. Reykjavíkurborg hefur þá ekki þurft að borga krónu, en hvert fara 6.580.000 sem er fjármögnun (íbúa/tengistaða og Fjarskiptasjóðs) umfram tilboðskostnað? Framganga borgarinnar í þessu máli stenst ekki skoðun.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Auðvitað eigum við að njóta þess smá og aðrir borgarbúar
Mikilvægt að allir borgarbúar sitji við sama borð Þeir sem fá ljósleiðara síðastir allra eiga að greiða fyrir þessa sjálfsögðu þjónustu, það er ekki sanngjarnt
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation