Það er svo mikið myrkur á Geirsnefi þegar dimmast er. Þá væri gott og gaman að hafa meiri lýsingu - setja nokkra ljósastaura meðfram stígnum. Eins mætti setja t.d. stóra hola trjáboli sem nokkurskonar leiktæki fyrir hunda. Eitthvað sem þeir gætu prílað á og yfir.
Það væri gaman að gera Geirsnef huggulegra og "notendavænna". Í myrkrinu er leiðinlegt að koma við þar. Eins er staðurinn kuldalegur og ber og það má alveg vera meiri fjölbreytni í umhverfinu. Bæði fyrir hunda og menn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation