Greið leið :)

Greið leið :)

Mikilvægt er að allir komist greiðlega og örugglega um hverfið sitt. Gönguljós eru á Réttarholtsvegi sem nemendur úr hverfinu nota til að fara yfir Réttarholtsveg í Réttarholtsskóla, í leikskólann og í Breiðagerðisskóla. Núna eru eingöngu tröppur en enginn rampur upp að gönguljósunum og botnlanginn sem umferðinni er beint um er ómalbikaður og því ekki greiðfær krökkum á hjólum, hlaupahjólum, hjólastólum, o.s.frv. Legg til að rampur verði settur upp og botnlanginn malbikaður - örugg og greið leið

Points

Börn hvort sem er á hjólum, gangandi eða á örðum farartækjum hafa dottið og meitt sig þegar þau eru að koma niður frá gönguljósunum á Réttarholtsvegi. Því þarf að setja ramp og malbika gönguleiðina. Það er gróf möl þarna. Hef orðið vitni af því að krakkar lenda í vandræðum með að leiða hjólin sín niður tröppurnar og einnig að þau hafa dottið í mölinni.

Það er mikilvægt að tryggja öryggi barna og unglinga sem eru að fara yfir Réttarholtsveginn, hvort sem þau eru gangandi, hjólandi, á hlaupahjólum, eða örðum farskjótum. Það er gróf möl í botnlanganum sem tekur við af gönguljósunum og enginn rampur niður í botnlangann. Þarna hafa krakkar dottið og því er brýnt að bæta þessa leið krakkanna í hverfinu. Búum til greiða og örugga leið fyrir unga fólkið í hverfinu. Viljum minnka notkun bílsins og því þarf að greiða og tryggja leið ungmenna og annarra

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information