Ný gangbraut við Laugarnesskóla, yfir Reykjaveg sunnan Kirkjuteigs

Ný gangbraut við Laugarnesskóla, yfir Reykjaveg sunnan Kirkjuteigs

Tillagan er að núverandi göngubraut yfir Reykjaveg við Kirkjuteig verði færð sunnan við gatnamót við Kirkjuteig. Þarna fara börn úr Laugarnesskóla yfir götuna til og frá skóla og til að fara í skólasund. Sett gönguljós og góð lýsing. Göngustígar að sundlauginni yrðu færðir lítilsháttar þannig að gangandi vegfarendur kæmu beint að hinni nýju gangbraut. Með þessu væri komist hjá því að börnin þurfi að fara yfir Kirkjuteig en þar er ekki merkt gangbraut og mjög hættulegt fyrir börn að fara yfir.

Points

Þarf nauðsynlega þarna gangbraut. Nú er hraðahindrun en bara hluti bílstjóra stoppar og bæði bílstjórar og börn er óklár á hvort þetta sé gangbraut eða ekki. Þarna er mikil umferð á sama tíma og skóli er að byrja og klárast, bæði til og frá vinnu og í World Class.

Öll börn í Laugarnesskóla þurfa nú að fara yfir tvær gangbrautir á leið í skólasund og mörg börn nota leiðina til og frá skóla. Með því að færa gangbrautina sunnan við Kirkjuteig þá myndu börnin sleppa við að fara yfir Kirkjuteiginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information