Breyting á vegstæði við Kaplaskjólsveg

Breyting á vegstæði við Kaplaskjólsveg

Breyting á vegstæði við Kaplaskjólsveg til að koma í veg fyrir hraðakstur og um leið auka öryggi gangandi vegfaranda, unga sem aldna. Til að mynda með þrengingu vegar.

Points

Hámarkshraði við Kaplaskjólsveg er 30 km á klst en hraði ökutækja langt um hærri en lög segja til um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gerð mæling með ómerktum bíl, sú mæling sýndi hátt brotahlutfall, í raun mjög hátt brotahlutfall og þegar brotahlutfall er mjög hátt þarf að skoða vegstæðið sjálft og skoða hvort það endurspegli þann hámarkshraða sem við viljum hafa á viðkomandi stað. Það er því hagur allra að með breyttu vegstæði skapist öryggi fyrir gangandi vegfarendur, unga sem aldna.

Þurfa ekki að vera gönguljós á svo umferðaþungri götu? Gríðarleg umferð barna er yfir þessa götu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information