Engar byggingar norðan Suðurlandsbrautar halda hugmyndasamkeppni um Hljóðmön

Engar byggingar norðan Suðurlandsbrautar halda hugmyndasamkeppni um Hljóðmön

Ef það er tilgangur húsbygginga að hluta að ramma inn Laugardalinn tel ég fallega hljóðmön sem haldin er samkeppni um miklu heppilegri lausn.

Points

Það er hætta á að byggingar raski umhverfi dalsins um og of. Umferð og annað rót á ekki heima í þessum gróurreit. Það skal marka stefnu um dalinn almennt svo steinsteypa nái ekki að hylja þennan græna reit.

Mikið hefur verið byggt í Laugardal síðustu ár. Fjöldi stórra íþróttahús svo sem skautahöll, frjálsíþróttahöll, fimleikahús og fl. Bílastæði í Laugardal eru um 2000. Það græna svæði sem eftir er á að vera útivistarsvæði. Með því að byggja hús við Suðurlandsbraut minnkar Laugardalurinn enn frekar, og verður verulega þrengt að honum. Byggið frekar upp Skeifuna og Faxafen sem er algjört skipulagsslys. Þessi tillaga um hús við Laugardal eru algjört á skjön við framtíðarsýn íbúa og borgarbúa.

Að skipta út 15 metra háu og 1.5 km löngu trágróðubelti fyrir 1.5 km raðhúslengjur meðfram Suðurlandsbrautinni frá Reykjavegi að Engjavegi við Glæsibæ eru ekki umhverfisvænar framkvæmdir. Steinsteypu árátta skipulagsyfirvalda á ekki við í Laugardalnum - komið er nóg af steinsteypu í Laugardalinn. Raðhúsalengja "skermar" ekki Laugardalin af - Laugadalurinn er ágætlega afskermaður í dag með fallega 15 háa trjágróðurbeltinu, sem veitir skjól og dregur úr hávaðamangum, einkum á sumrin.

sama væri hægt að gera við klambratún.

Ég hvet fólk til að setja inn athugasemdir hér á þráðinn

besta hljóðmönin væri að fella Suðurlandsbrautina svona 5 metra niður í rennu sem seinna væri hægt að byggja yfir með skrifstofun einsog í hamraborginni í kópavogi...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information