Aukið umferðaröryggi við Melaskóla

Aukið umferðaröryggi við Melaskóla

Lokun Furumels milli Hagamels og Nesaga frá klukkan 8:15 til 9:45. Sett verði hlið við hvorn enda sem gangbrautarvörður Melaskóla stjórnar. Það eru engar gangbrautir yfir Furumelinn þó að hundruð barna þurfi að fara yfir hann á leið sinni til skóla. Með því að loka þessum hundrað metra kafla verða í raun til tvær gangbrautir við hvorn enda sem tryggja öryggi barnanna auk þess sem umferð um bæði gatnamót minnkar og verður einfaldari.

Points

100 - 300 börn á aldrinum 6 til 13 ára fara yfir Furumelinn á hverjum morgni, í alls konar birtu- og veðurskilyrðum. Það er enginn gangbraut yfir Furumelinn og myndbönd af umferð um gatnamótin sýna að u.þ.b. helmingur ökumanna virðir ekki stöðvunarskyldu við Hagamel, jafnvel þótt börn standi við götubrún og bíði eftir að komast yfir. Það er búið að ræða þetta svo árum skiptir en ástandið hefur frekar versnað með árunum og eftir því umferð frá Hofsvallagötu hefur beinst meira inn í hverfið.

Það er ekki rétt að ekki séu gangbrautir á Furumel. Bæði við Hagamel og Neshaga. Bara svo rétt sé haft eftir.

Það er ein gangbraut á Neshaga, við gatnamót Neshaga og Furumels, þar sem er gangbrautavörður flesta morgna. Á gatnamótum Hagamels og Furumels eru fjórar hraðahindranir og á tvo vegu er reyndar stöðvunarskylda, en hraðahindranir hafa ekki sömu merkingu í umferðalögum og gangbrautir. Það er ekki skylda að stöðva bíla við hraðahindrun þó að börn noti þær til að fara yfir göturnar. Gatnamálastjóri virðist nota hraðahindranir sem gangbrautir þó að það hafi verið gagnrýnt, meðal annars af lögreglunni. Hægt er að sjá kort af gangbratum í hverfinu á Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar með því að kveikja á "götumálning-merkingar".

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information