Lagfæringar á horni Bergstaðastrætis og Njarðargötu

Lagfæringar á horni Bergstaðastrætis og Njarðargötu

Ég legg til að stíflað niðurfall við gangstéttarbrúnina hjá Bergstaðastræti 65 verði lagað. Þegar rignir myndast þarna leiðinleg tjörn og hana leggur síðan ef frystir. Ég legg einnig til að bekkur verið settur við skáhornið á garðveggnum á Bergstaðastræti 65, ef íbúarnir í húsinu samþykkja það.

Points

Ef tekst að laga niðurfallið flæðir síður yfir og slysahætta minnkar. Hornið Bergstaðastræti – Njarðargata er mjög skemmtilegt og líflegt og bekkur yrði örugglega vel þeginn. Mjög margir ferðamenn stoppa þarna á leið sinni frá eða að Umferðarmiðstöðinni. Þarna stoppa líka foreldrar og börn á leið til og frá Laufásborg.

Þessi hugmynd er fín en hún á varla heima hér. Reykjavíkurborg á að halda niðurföllum í lagi. Legg til að þú setjir ábendingu um þetta á ábendingavef borgarinnar, Borgarlandið - fyrir þínar ábendingar sem er að finna á www.reykjavik.is. Þar geturðu sett nákvæmlega punkt á kortið við staðinn þar sem niðurfallið er. Þetta virkar vel og á heima þar. Tek hins vegar undir hugmyndina um bekkinn. Vefslóðin á Borgarlandið fylgir með hér fyrir neðan.

Þarna þarf líka að gera einhverjar tilfæringar þarna framan við Laufásborg, það er algjör örtröð á morgnanna og síðdegis þegar fólk sækir börnin sín. Ég held að best væri að gera Bergstaðastrætið að einstefnu á þessum kafla og jafnvel lengri, þrengja götuna, breikka gangstéttina og koma fyrir stæðum.

Það eru tvær hugmyndir á þessum vef sem snúast um að finna leiðir til að laga ástandið fyrir framan Laufásborg, sjá t.d. þessa http://betri-hverfi-midborg.betrireykjavik.is/ideas/2190-oruggt-adgengi-ad-laufasborg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information