Göngustígurinn sem liggur út úr Norðlingaholtinu milli Selvaðs og Lækjarvaðs liggur í óskiljanlegum krákustigum að Þingtorgi sem verður þess valdandi að nánst allir stytta sér leið yfir gras við hringtorgið. Sömuleiðis er stígurinn umhverfis hringtorgið mjög óheppilega hannaður m.t.t. hjólafólks.
Þetta er mjög augljóst mál fyrir alla sem hafa farið þarna um og ekki þarf annað en að skoða loftmynd af svæðinu til þess að sjá um hvað málið snýst. Lagfæring á þessum stað styttir gönguleiðina um 50 m en miðað við að brú yfir Elliðaárósa sem kostar 230 milljónir stytti leiðina þar um 700 m mætti hver meter af stígnum sem þarf á þessum stað að kosta tæpa milljón.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation