Í Meðalholtinu er gert ráð fyrir leiksvæði fyrir börn baka til í litlum fallegum garði sem einu sinni var gæsluvöllur. Hann þarf virkilega að taka og endurbæta, setja inn ný og fjölbreytt leiktæki. Þetta er svæði sem býður upp á mjög svo aðlaðandi leiksvæði fyrir börn og foreldra að mæta á og njóta.
Þegar ég er erlendis sé ég öllum borgum falleg leiksvæði sem eru aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Svæði sem bjóða upp ýmiss konar leiktæki þar sem börn geta reynt á hæfni sína og fengið útrás fyrir hreyfiþörf sína. Einnig mætti bjóða upp á að sett væri út leikföng yfir dagtímann. Þetta vantar stórlega hér í Reykjavík. Það er allt of lítið gert af því að setja upp góð og vönduð leiksvæði fyrir börn inn í hverfum. Eftir að gæsluvellirnir hurfu hafa þessi leiksvæði drabbast niður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation