Þegar snjóar þarf að huga að gönguleiðum í skólana. Ég hef fylgst með gönguleiðum að Breiðholtsskóla í gegnum árin og það virðist vera regla að gönguleiðir að skólanum eru teknar mjög seint og þarf börn og starfsfólk að klöngrast götur til að komast leiðar sinnar í og úr skóla.
Það eru fastar rörgrindur hér og þar um hverfið. Rörgrindur sem ekki er hægt að opna. Þetta þarf að fjarlægja svo að moksturtækinn komist óhindrað um göngustígana. Þau moka eða ryðja ekki þessar leiðir núna. Flýtir líka fyrir þar sem núna eru þessi tæki að fara jafnvel sitt hvoru megin að þessu. Nú svo þarf að opna opnanlegar hindranir þegar mokað er á veturnar en ekki þröngva sér á mili þeirra.
Það er til lítils að vera með mikinn áróður til að ýta undir að fólk gangi eða hjóli til vinnu ef svo það fellur um sjálft sig um leið og fyrstu snjóa kyngir niður.
Þetta er eiginlega hlutur sem er sjálfsagður og ætti alltaf að vera tekið fyrst til að auðvelda aðkomu barna og starfsfólks. Mikill sparnaður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation