Skógar/malarstígur umhverfis voginn

Skógar/malarstígur umhverfis voginn

Hvað viltu láta gera? Bæta við malargöngustíg sem er í sunnanverðum Grafarvogi, þannig að hann nái allan hringinn í kringum voginn að Gullinbrú á báða vegu. Hvers vegna viltu láta gera það? Nú þegar er malargöngustígur/skógarstígur í suðurhlíðinni og á parti að norðarverðu, og því ekki mikið sem þarf að bæta við til að hann nái allan hringinn. Skógarstígurinn er mjög mikið notaður af fólki á öllum aldri og á öllum tíma dags, hann er hægt að ganga eða skokka í meiri ró og án hættu frá hröðum reiðhjólum og vespum þannig að þar er hægt að gleyma sér við að njóta náttúrunnar og fuglalífs. Stíginn að norðanverðu er hægt að leggja neðar og nær fjörunni en malbikaði stígurinn er nú. Þessi stígur sameinaðist malbikaða stígnum báðu megin við Gulliingbrú og eins yfir litlu brúna í botni vogsins í austri, en væri að öðru leiti alveg sér malargöngustígur. Sjá meðfylgandi mynd sem sýnir hvar þarf að bæta við stíginn, svo hann nái allan hringinn. Seinna mætti bæta þessa leið með því að aðskilja gangandi og hjólandi undir Gullinbrú með einhverjum hætti.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem hverfisverndarsvæði eða er friðlýst svæði. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Betri lífsgæði og tengsl við náttúruna á skógarstíg umhverfis voginn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information