Hvað viltu láta gera? Koma fyrir kaffihúsi í anda kaffi Flóru í Laugardalnum eða líkt og kaffihúsið við lystigarðinn á Akureyri lítur út. Ekkert kaffihús er í Grafarvogi og því komin tími til að bjóða upp á slíkt fyrir íbúa. Hafa bygginguna að hluta með glerskála og jafnvel hafa kamínu eða arinn til að búa til skemmtilega stemningu hvort sem er að sumri eða vetri. Vera með góða útiverönd og tryggja gott skjól og tengingu við fjölskyldusvæðið við Gufunesbæinn. Bjóða upp á gott aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda og koma fyrir hjólastöndum við húsið. Húsið gæti verið byggt úr timbureiningum sem tekur stuttan tíma að setja upp og er vistvænt byggingarefni. Kaffihús yrði frábær viðbót á svæðið og myndi styðja vel við annað sem í boði er. Kaffihúsið myndi gefa börnum og fullorðnum tækifæri til að njóta enn betur þeirra fjölbreyttu útivistaraðstöðu sem fyrir er og sem Grafarvogsbúar og aðrir borgarbúar eru búnir að átta sig á að er frábær kostur til að njóta útiveru í „sveitinni“ í Reykjavík. Hvers vegna viltu láta gera það? Ekkert kaffihús er í Grafarvogi og því komin tími til að bjóða upp á slíkt fyrir íbúa. Kaffihúsið myndi gefa börnum og fullorðnum tækifæri til að njóta enn betur þeirra fjölbreyttu útivistaraðstöðu sem fyrir er og sem Grafarvogsbúar og aðrir borgarbúar eru búnir að átta sig á að er frábær kostur til að njóta útiveru í „sveitinni“ í Reykjavík.
Það vantar svo rosalega kaffihús í Grafarvoginn!
Ekkert kaffihús í þessum anda er að finna í Grafarvoginum. Þetta væri frábær viðbót í annars snauða nærmenningarflóru.
Frábær hugmynd. Löngu kominn tími á kaffihús í Grafarvoginn
Nauðsýnlegt að koma með kaffihús fyrir Grafarvoginn
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin felur í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation