Tilfærsla á umferð hjólandi og gangandi við Breiðholtsbraut

Tilfærsla á umferð hjólandi og gangandi við Breiðholtsbraut

Hvað viltu láta gera? Hækka og færa þverun göngu- og hjólastígs yfir Selásbraut ofan reiðgötu. Leggja nýjan göngu- og hjólastíg fjær Breiðholtsbraut, í gróðri vöxnu landi neðan reiðgötu. Eftir tilkomu göngubrúar yfir Breiðholtsbraut nær Rauðavatni og undirgöng undir Breiðholtsbraut ofan Elliðarárdals hefur umferð gangandi og hjólandi færst í auknum mæli frá þessum hættulegu gatnamótum. Gott væri að færa þverun yfir Selásbraut fjær Breiðholtsbraut og ofan reiðstíga, með því móti er mun hættuminna að þvera Selásbraut á þessum stað. Hvers vegna viltu láta gera það? Hjólreiðafólk og gangandi sem koma að gatnamótum frá Rauðavatni fara fyrst niður nokkuð bratta brekku, þurfa þá að þvera reiðstíg með tilheyrandi áhættu og þá frárein frá Breiðholtsbraut þar sem ökumenn þurfa að hægja mjög mikið á og líta til hægri því engin ljós eru yfir þann hluta götunnar. Í kjölfarið liggur þröngur stígurinn mjög nálægt Breiðholtsbrautinni þrátt fyrir að á hægri hönd sé gróðri vaxið land sem kjörið væri að nýta sem skjól. Á áætlun Reykjavíkurborgar er þessi stígur í forgangi í snjómokstri þar sem hann tengir Árbæ/Norðlingaholt við efsta hluta göngu- og hjólastígs framtíðarinnar sem á að leiða yfir Elliðarárnar neðan við háu brúnna sem þarf nú að klifra yfir til þess að komast Breiðholts-megin. Með því að færa hann ofar og leiða í gegnum skóginn væri hægt að breikka hann og á sama tíma færa hann frá mengun og umferð Breiðholtsbrautar. Aðeins þyrfti að huga að þverun reiðgötu á hentugri stað en nú er neðst á Selásbraut rétt áður en komið er að gatnamótum yfir í Norðlingaholt. Ef huga ætti að göngu- og hjólastígagerð til framtíðar væri ráð að færa einnig stíga fjær Breiðholtsbraut við Vatnsveituveg og í beinni línu við fyrirhugaða þverun Elliðarár sem er á skipulagi.

Points

Tillagan er að mörgu leyti ágæt, en það er þó óheppilegt að með henni er búinn til nýr punktur þar sem akandi umferð og hjólandi skerast, á stað þar sem akandi umferð þarf að öðru leyti ekki að hægja neitt á sér. Það er því nánast öruggt að þar sem hjólandi og akandi umferð skerst verður meiri hætta með þessari tillögu. Auk þess er ekki gott að hjólandi og ríðandi umferð verða samhliða á lengri kafla, sem tefur fyrir báðum og eykur hættu. En að færa hjólastíginn fjær Breiðholtsbraut er gott.

Góð lausn svo lengi sem passað verði uppá það að búa ekki til óþarfa hæðir og hóla fyrir þá sem eru hjólandi.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021. Heildarendurskoðun á stígatengingum við Breiðholtsbraut er í ferli og hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu í þá vinnu. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information