Leiksvæði í Spöng

Leiksvæði í Spöng

Hvað viltu láta gera? Útbúa leiksvæði fyrir framan Heilsugæslustöðina í Grafarvogi þar sem áður var trjágróður. Svæðið er núna autt en þetta er tilvalin staðsetning fyrir leikvöll. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka hreyfingu og útiveru barna. Skapar vonandi ánægjulegar samverustundir barna og fullorðina. Auka afþreyingu fyrir börn í Spönginni. Að gera Spöngina að fjölskylduvænni stað.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

það þyrfti að gera þetta fallegra búa til leiksvæði og líka stað þar sem fólk getur sest niður og slappað af ,, meiri gróður minni steinsteypa... fleiri bekki og leiktæki fint . .

Verslunarkjarnar eins og Spöng geta orðið samfélagsmistöðvar í sínu hverfi ef rétt er að farið. Til þess að svo verði er gott að hafa þar grænt og skjólgott umhverfi, leikvöll, kaffihús, bókasafn eða allt þetta. Öll eiga þessi atriði það sameiginlegt að fá fólk til að dvelja lengur á svæðinu. Það er þekkt staðreynd að þú kynnist jafnan fólkinu í hverfinu í gegnum börnin þín. Leikvöllur í Spöng myndi þannig sannarlega auka samskipti milli fólks og stuðla að aukinni útiveru og hreyfingu barna.

Hávaðamengun fyrir fyrirtæki er annað atriði sem gæti valdið vandræðum. Nudd og snyrtistofur gætu orðið fyrir barðinu á þessu og því gert athugasemdir.

Hópamyndun ungmenna og meðferð á almanna eigum er áhyggjuefni. Mun leikvöllurinn, líkt og trén sem nú eru farin, verða til þess að unga fólkið í hverfinu fer að safnast þar saman. Það er alltaf möguleiki á því en ef engin lítill hús séu sett þarna megi vonandi koma í veg fyrir það.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information