Hugmyndin er þjónustukjarni þar sem væru nokkrar íbúðir undir sama þaki, auk sameiginlegs rýmis. Mikilvægt væri að hafa garð sem byði uppá ýmiskonar afþreyingu og þar sem hægt væri að bjóða nágrönnum í heimskókn. Þar væri hægt að setja upp markað þar sem íbúar gætu selt handverk sín eða jafnvel grænmeti sem þeir hafa ræktað. Svona þjónustukjarni sameinar kosti sjálfstæðrar búsetu og sambýlis og gæti verið sjálfseignarstofnun.
Það vantar búsetukost fyrir fatlað fólk í vesturbæ. Það er mikilvægt fyrir barn með þroskahömlun að geta búið áfram í sínu hverfi þegar það eldist. Þar sem það þekkir umhverfi sitt og nágranna og þar sem nágrannar þekkja barnið. Það er oft erfitt fyrir fók með þroskahömlun að aðlagast nýju umhverfi og læra að rata og því er það bagalegt að þurfa að flytja í annað hverfi til að komast í viðunandi búsetu. Að búa einn eykur hættu á einangrun og sambýli er ekki heldur alltaf góður kostur.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation