Auka öryggi gangandi barna sem þurfa að ganga yfir Barónsstíg til að komast í Austurbæjarskóla. Myndi flýta því að hætt yrði að skutla þeim í skólann, með tilheyrandi umhverfisbótum.
Umferð um Barónsstíg, sem er ekki vel lýst gata með talsverðri umferð, er ógn við börn sem eru óvön í umferðinni. Með gönguljósum væri maður öruggari að senda börnin gangandi í skólann, sem minnkar umferð og þar með einnig slysahættu.
Þyrfti ekki bara umferðarljós á gatnamót Egilsgötu og Barónstígs? Það er alls óljóst hvort börn og bílstjórar sjái hvort annað þegar krakkar fara yfir Egilsgötuna áður en þau fara yfir Barónstíg. Þetta á sérstaklega við um bíla sem aka norður Barónstíg og ætla svo austur Egilsgötu og einmitt krakkana sem fara yfir efst á Egilsgötunni (í norður) á leið í skólann. Það er bæði steinveggur við hornið sem byrgir sýn sem og bílar sem lagt er við Barónstíginn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation