Íbúar í neðri hluta Bólstaðarhlíðar, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, kalla eftir úrbótum í götunni til að auka öryggi gangandi vegfarenda og minnka ökuhraða og umferðarþunga. Ekki er komin endanleg lausn, en ein hugmynd að úrbótum væri að mála skástæði beggja vegna götunnar sem þrengir hana ásamt því að setja upp almennilega hraðahindrun sem hefur mælanleg áhrif á ökuhraða. Æskilegt væri að borgaryfirvöld ynnu að lausn málsins í samstarfi við íbúa í götunni.
Mikilli umferð yfir daginn með hápunktum á morgnana og síðdegis fylgir aukin áhætta fyrir gangandi vegfarendur, ekki síst börn. Sérstaklega vegna þess að það er engin gangbraut á þessum kafla. Þar eru tvær hraðahindranir sem ná einungis yfir áætlað aksturssvæði en ekki alla leið yfir götuna, gangstétta á milli. Ökumenn nýta sér auð bílastæði til hliðar við hraðahindranirnar til að sveigja frá og halda hraðanum, og keyra þ.a.l. á fullri ferð nær gangandi vegfarendum og börnum að leik.
Hraðahindrunirnar þurfa að ná þvert yfir götuna í Bólstaðarhlíð. Bílar svegja fram hjá þeim sem dregur ekki úr hraða umferðar um götuna en einnig er hættulegt að bakka úr stæði þegar ökumaður telur bíl vera að beygja í stæði þegar hann er í raun að svegja fram hjá hraðahindrun. Einnig vantar betri lýsingu þar sem hraðahindrunin er. Þar er nú fremur dimmt yfir veturi og helst vill maður að börn fari þar yfir götuna.
Lækkun hámarkshraða er rökrétt framhald af lagningu hjólreiðastígsins . Umferðarhraðinn er almennt of hár í Hverfinu og sér í lagi á þetta við um Lönguhlíð sunnan miklubrautar. Hvar fólk, sem oftar en ekki á ekkert erindi í hverfið, þýtur í gegn á ofsa hraða. Eskihlíðin er svo önnur ellal, en þar lendir maður reglulega í lífsháska vegna ofsaaksturs ökumanna. Sem virðast ekki skeyta neinu um það að leikskóli sé staðsettur í göttunni og þeysast þar áfram á þjóðvegahraða
Bólstaðarhlíðin á þessum kafla er mjög breið og bein og gefur færi á að bruna þar niður. Tvær hraðahindranir voru settar upp í flýti fyrir stuttu síðan en þær draga engan vegin nóg úr hraðanum, flestir bílar virðast bruna yfir þær með tilheyrandi látum. Einnig sveigja bílar fram hjá hindrununum þegar bílum er ekki lagt í stæðin og draga þá ekki úr hraðanum. Mikil barnafjölgun hefur verið í götunni síðustu ár og ef það er ástæða út af fyrir sig þá veit ég ekki hvað!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation