Greniskjól við mön við Sæbraut og Njörvasund

Greniskjól við mön við Sæbraut og Njörvasund

Ég legg til að plantað verði röð af grenitrjám á milli Sæbrautar og Njörvasunds. Þetta verði gert í framhaldi af röð trjáa sem plantað var fyrir 2 árum til móts við húsið á Njörvasund 2. Þessi röð trjáa verði síðan sett niður áfram meðfram möninni fram til móts við Njörvasund 17, eða jafnvel alveg að Njörvasundi 37. Trén verði skjól íbúanna við umferðarmönina, sem eins og er skýlir ekki sérlega vel fyrir hávaða og mengun frá Sæbrautinni.

Points

Mengun er allmikil við Sæbraut; bæði hvað varðar loftgæði og hávaða. Grenitré skýla bæði sumar og vetur, eru falleg allt árið og bæta umhverfið. Grenitrjáaröð við hlið umferðarmanarinnar, sem þarna er fyrir, myndi bæta skjólið sem mönin veitir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information