Tveggja akreina hjólastíg við Sæbraut

Tveggja akreina hjólastíg við Sæbraut

Tveggja akreina hjólastíg við Sæbraut

Points

Ég tel að meira öryggi fengist með því að breikka stíginn. Þá fengist nægt pláss fyrir gangandi vegfarendur og hægt væri að setja tvær akreinar fyrir hjólaumferð. Í kringum stíginn er nóg af plássi og breikkun myndi ekki taka nema hluta af grasinu sem er milli göngustígsins og Sæbrautar. Ekki aðeins myndi betri aðstaða á þessu svæði stuðla að betra öryggi heldur lítur það betur út fyrir alla þá ótalmörgu ferðamenn sem ganga þar um á hverjum degi og njóta útsýnisins.

Mikil umferð er á hjóla- og göngustígnum niðri við Sæbraut frá Hörpu út á Laugarnes. Þar fara margir hjólreiðamenn um en þetta er líka mjög algengur staður fyrir hlaupafólk og göngutúra í fallegu veðri. Þegar hjólreiðamenn eru farnir að fara meiri hluta leiðarinnar inná göngustígnum til að geta mætt öðrum hjólreiðamönnum getur skapast hætta fyrir gangandi vegfarendur. Þar að auki mjókkar stígurinn töluvert við víkingaskipið en þar er iðulega hópur af ferðamönnum að skoða.

Væri ekki nær að aðskilja gangandi og hjólandi umferð með samsíða stígum heldur en breiðari stíg. Hjólin þurfa ekki mjög breiðan stíg ef þau eru ekki trufluð af gangandi vegfarendum.

Ef hjólastígurinn væri breiðari væri truflunin frá gangandi umferð ekki eins mikil. Stígurinn sem er afmarkaður fyrir hjól er rétt svo nógu breiður til að eitt hjól komist fyrir. Það mætti hinsvegar merkja stígana betur þannig að ferðamenn hætti að vanda sig við að labba á hjólastígnum ...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information