Gistiskýlið í Þingholtsstræti flytur. Breyta garðinum við það í almenningsgarð!

Gistiskýlið í Þingholtsstræti flytur.  Breyta garðinum við það í almenningsgarð!

Í gildi er nýlegt deiliskipulag fyrir svonefndan "Grundarstígsreit" sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Samkvæmt þessu skipulagi er gert ráð fyrir að garðurinn við Þingholtsstræti 25 (gistiskýli, farsóttarhús) verði gerður að almenningsgarði. Nú verða þær miklu breytingar á næsta ári að starfsemi gistiskýlisins verður flutt úr Þingholtsstræti í Skuggahverfið. Það gefst því einstakt tækifæri á næsta ári til að gera þarna almenningsgarð. Rvkborg á húsið

Points

Þessi garður nýtist engum eins og er. Húsið sjálft er í rauninni glæsilegt og spennandi að vita hvað borgin hyggst fyrir með það. En burtséð frá því þá væri það gott fyrir íbúana í hverfinu og Reykvíkinga alla ef þarna yrði gerður fallegur almenningsgarður.

Ég tek heilshugar undir þessa hugmynd og setti reyndar sömu hugmynd inn, sjá hér https://betri-hverfi-midborg-2014.betrireykjavik.is/ideas/3031 Ólafur

Ég bý rétt hjá og það vantar sárlega fleiri útivistarsvæði, ég vil gjarnan að þessi garður fái upplyftingu, en bendi á að það nýtur lítillar birtu þar vegna þess að það eru stór hús á þrjá vegu við garðinn. Kannski má hönnnun hans hisnvegar taka mið af því, þetta yrði rými sem nýttist líka um vetur... Snjósleðabrekka kannski og jafnvel mætti hafa þarna grunna laug með heitu vatni, eins og fótlaugina eftir Ólöfu Norðdal sem er út við sjóinn á Seltjarnarnesi. Hversu klikkað væri það!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information