Gangbraut yfir Barónsstíg við enda Leifsgötu.

Gangbraut yfir Barónsstíg við enda Leifsgötu.

Hugmyndin er sú að nauðsynlegt sé að leggja gangbraut yfir Barónsstíg við enda Leifsgötu til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem koma niður, eða ætla upp, stíginn sem liggur frá Hallgrímskirkju niður að Barónsstíg á móts við Leifsgötu.

Points

Rökin með hugmyndini eru þau að gangandi og hljólandi vegfarandur sem vilja þvera Barónsstíg á þessum stað séu í hættu vegna bílaumferðar um Barónsstíg. Bílum er lagt meðfram Barónsstíg svo vegfarendur hafa ekki útsýni yfir akandi umferð þar nema að stíga fram fyrir bílana í stæðunum og út á götuna.

Ég er alveg sammála með að það þarf að gera eitthvað varðandi útkeyrsluna frá Leifsgötu út á Barónstíg. Það er erfitt að sjá umferðina á Barónstíg og eitthvað þyrfti að gera. Það má t.a.m. taka í burtu bílastæðin næst útkeyrslu eða setja upp betri spegil svo að ökumenn sjái betur.

Það væri heldur ekki vitlaust að gera þarna breytingar sem koma í veg fyrir að bílar geti lagt eins nálægt gatnamótum og nú er og þannig byrgt algjörlega sýn ökumanns sem er að koma frá Leifsgötu. Þetta er mjög hættulegt horn bæði ökumönnum og gangandi vegfarendum. Eitthvað þarf að gera svo mikið er víst.

Ég er alveg sammála með að það þarf að gera eitthvað varðandi útkeyrsluna frá Leifsgötu út á Barónstíg. Það er erfitt að sjá umferðina á Barónstíg og eitthvað þyrfti að gera. Það má t.a.m. taka í burtu bílastæðin næst útkeyrslu eða setja upp betri spegil svo að ökumenn sjái betur.

Tek undir þetta. Þetta vandamál er eiginlega verra við Egilsgötuna því þar fara flestir krakkarnir yfir. Fara þá fyrst yfir Egilsgötuna og svo yfir Barónstíginn. Þessir bílar sem liggja við hornið Barónstígs megin hindra algerlega útsýnið suður Barónstíginn þegar krakkarnar fara yfir Egilsgötuna á leið í skólann Eins sjá þeir bílar sem keyra (oft allt of hratt) norður Barónstíg og hyggja á beygju niður Egilsgötuna ekki krakkana fyrr en mjög seint.

Mér finnst þetta líka snúast um að vernda gamlar gönguleiðir í hverfinu - halda í "krákustígana". En þessi gönguleið heldur áfram í gegnum garðinn hjá gamla fæðingarheimilinu á Þorfinnsgötu yfir Snorrabrautina og þar er stígur á milli húsanna að Gunnarsbraut. Gott að muna það þegar Snorrabrautin verður endurnýjuð að huga að þessu líka þar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information