Betrumbæta Hólavallatorg

Betrumbæta Hólavallatorg

Hólavallatorg norðan gamla kirkjugarðsins er sólríkt og skjólgott. Það dýrmæta rými nýtist hins vegar íbúum illa til útivistar því torgið er að stórum hluta undirlagt bílastæðum fyrir framan fallega húsaröð gamalla timburhúsa. Með því að breikka gangstétt og fækka bílastæðum mætti gera torgið mannvænna með borðum, bekkjum og blómakerjum.

Points

Hólavallatorg mætti nýta til útivistar, útimarkaða, hverfahátíða etc. væri hugað að því að gera það vistvænna. Síðan Suðurgata var gerð að einstefnugötu hefur umferð aukist til mikilla muna inn í "Vallahverfið" um Ljósvallagötu og inn í miðborgina um Hólavallatorg. Það er því full ástæða til að huga að leiðum til að draga úr umferðarhraða inn í svo þéttri íbúabyggð, t.d. með því að gera þarna alvöru torg.

Er íbúahverfið Miðborg ekki afmarkað sem hverfi á milli Suðurgötu og Garðastrætis í vestri og Snorrabrautar, Flugvallavegar og Hlíðarfótar í austri. Hólavallatorg væri þá í íbúahverfinu Vesturbær ? Endilega leiðréttið mig, ef þetta er ekki rétt hjá mér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information