Húsið við Arnarbakka á móti Iceland versluninni verði keypt af Reykjavík og nýtt

Húsið við Arnarbakka á móti Iceland versluninni verði keypt af Reykjavík og nýtt

Húsnæði gegnt Iceland-búinni er ljótt og fábrotin starfsemi þar. Ef Reykjavíkurborg keypti það húsnæði sem ekki er í notkun mætti nýta það fyrir unglinga í hverfinu. Leyfa unglingunum að útbúa samkomustað með þeirra áherslum, sem væri opið á virkum kvöldum og laugardögum.

Points

Eldri íbúar geta búið lengur í Bökkunum.

Væri komið skjól fyrir norðanáttinni og kannski pláss fyrir útkaffihús í sambandi við Sveinn bakara; eða að bakarinn færi í húsið á móti Iceland. Þar væri einnig skjól en þá væri ónæði af bílastæðinu.

Það er fátt við að vera á þessum slóðum og gott að geta hitt félagana miðsvæðis í hverfinu í stað þess að hanga fyrir utan Iceland-búðina. Virkjar sköpunarkraft ungmennanna og gefur þeim tækifæri til að þroskast. það þarf að treysta ungu fólki

Með því að stuðla að uppbyggilegu starfi miðsvæðis í Bökkunum mætti hlúa að aukinni samkennd og hverfisbrag meðal íbúa. Þar mætti sjá fyrir sér menningartengda viðburði í bland við æskulýðsstarf, leiða kynslóðir saman með ýmsum hætti, jafnvel gefa fólki af ýmsum þjóðernum vettvang til að miðla af reynslu sinni og þekkingu, veita umhverfissjónarmiðum aukið vægi, jafnvel byggja upp grundvöll fyrir grænmetismarkaði, kaffihúsarekstri o.s.frv. Möguleikarnir eru í raun óþrjótandi.

borgin setti safn í svona verslunarhús í fellum sem ég hefði frekar vilja sjá nýtt sem íbúðir því það er mun brýnni þörf heldur en söfn að mínu mati, ég kíki ósjaldan á söfn samt en sé fátt fólk og fátt áhugavert. nema dv og einstaka bók á bókasöfnum . það er mikill skortur á smáíbúðum til leigu og kaups skilst manni , þá hlýtur það að vera það eina rétta í þessu húsnæði, jafnvel byggja ofan á það líka .

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information