Að tilraun verði gerð í 12 mánuði með að frjáls félagasamtök fái ókeypis aðgang að húsnæði skólanna í hverfinu utan opnunartíma fyrir fundi og annað opið starf.
Sérstaklega í aðdraganda kosninga verður mikill áhugi fyrir að halda opna fundi um samfélagsmálefni og þar geta skólarnir sinnt mikilvægu lýðræðislegu hlutverki með því að auðvelda fjárhagslega veikum aðilum að halda opinbera fundi.
Aðgangur að húsnæði getur skipt sköpum fyrir starfsemi margra frjálsra félagasamtaka, en kostnaður Reykjavíkurborgar væri takmarkaður enda standa byggingarnar auðar á þeim tíma sem mest er þörf fyrir húsnæði fyrir frjáls félagasamtök.
Aðilar sem gætu hugsanlega nýtt sér aðstöðuna: - Stjórnmálasamtök - Hagsmunasamtök - Bóka- og spilaklúbbar - Góðgerðarfélög - Fræðslufundir
Opnum skólana fyrir almenning
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation