Gera stóran og mikinn hól á Klambratún, td. í norðausturhorninu, helst það stóran að hægt sé að setja upp færiband líkt og er í Bláfjöllum svo skíða- og snjóbrettaiðkendur geti æft sig auk snjóðsleðabarnanna.
Börn og unglingar þurfa nauðsynlega á hollri hreyfingu að halda sem skíðaíþróttin er. Ekki hafa allir tök á því að fara á stóru skíðasvæðin eins oft og þeir vildu og því væri þetta kærkomið fyrir þá. Einnig þá sem eru að byrja í íþróttinni.
Vatnstankurinn við Háteigsveg er efni í frábæra sleða-/skíðabrekku. Hann er í dag aðeins og brattur, en með einungis smávægilegum breytingum mætti lengja brekkuna til austurs og gera hana meira aflíðandi (og setja girðingu við götuna) - og þannig skapa bráðskemmtilegt útivistarsvæði á landi sem er nú þegar nýtt til þessara hluta - en er hættulegt í núverandi mynd.
Góð hugmynd. Ekki nauðsynlegt samt að hafa skíðalyftu. Hóllinn einn og sér væri skemmtileg viðbót við vinsæla og mikið notaða sleðabrekku.
Klambratúnið er of lítið, til að hægt sé að koma þar fyrir almennilegri skíðabrekku
stafsetningarvilla
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation