Ævintýraleikvöll í Hljómskálagarðinn


Ævintýraleikvöll í Hljómskálagarðinn

Leikvöllurinn í Hljómskálagarðinum er dapurlegur og þar er klifrugrind sem beinlínis er óspennandi og hættuleg. Að auki lúin leiktæki. Hressum uppá þetta svæði með spennandi leiktækjum og meiri aðstöðu fyrir fjölskyldur með börn

Points

Garðurinn er skemmtilega staðsettur í miðbænum en allt of lítið notaður því að lítið sem ekkert er hugsað um að gera hann aðgengilegan til útivistar. Leiktæki sem eru spennandi t.d. í áttina sem er í fjölskyldu og húsdýragarði myndu bæta. Fleiri bekkir og þægilegir sólstólar!

Það vantar líka alveg salernisaðstōðu í garðinn. þarna eru oft heilu hóparnir við leik yfir sumartímann og í raun merkilegt að ekkert wc sé á svæðinu eins og var þarna fyrir langa lōngu. Reyndir finnst mér Hljómskálagarðurinn vera sameiginlegt svæði og aðstaða og framkvæmdir þar eigi að greiðast úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar.

Borgin mætti gjarnan líta til Gautaborgar, sem fyrir 2 árum tók í gegn leiksvæðið í sínum Hljómskálagarði í Slottskogen. Leiksvæðið er frábær fjölskylduparadís með leikjum og tækjum fyrir börn á ýmsum aldri. Son minn dreymir um að komast til Gautaborgar, því Reykvíkingar bjóða börnum sínum ekkert í líkingu við leikvöllinn Plikta. Ef við tækjum Gautaborgara okkur til fyrirmyndar yrði það ekki bara andlitslyfting fyrir Hljómskálagarðinn heldur mikil lyftistöng fyrir mannlífið í miðbænum.

Sjá einnig heimasíðu Plikta hér: http://www5.goteborg.se/prod/parkochnatur/dalis2.nsf/535e371e7fd657aec1256a5c0045675f/5e04d2493a81f481c12575540044d97a!OpenDocument

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information