Úttekt á hjólastæðum og fjölgun gjarðvænna staða. Bjóða upp á vönduð stæði við allar opinberar byggingar. T.d. eru engin hjólastæði við Laugardalsvöll þrátt fyrir góðar hjólaleiðir Staðsetning t.d. v/ Þjónustumiðstöð, ÍSÍ, Sólheimasafn, Laugalækjarskóla o.s.frv.
Það er nóg pláss nú þegar fyrir utan byggingar fyrir þá sem kjósa að hjóla,
Til að gera áhugasömum kleift að nota hjólið í auknum mæli þá verður þeim að standa til boða stæði við helstu stofnanir í hverfinu.
Faghópur Umhverfis- og skipulagssviðs skoðaði þessa hugmynd í morgun. Taldir eru upp margir staðir - en verkefnið ætti engu að síður að vera framkvæmanlegt. Það verður skoðað nánar, m.a. í ljósi samkeppni síðasta árs um hönnun hjólagrinda. Á meðan beinir hópurinn því til verkefnishóps að hann laði fram hugmyndir að nánari staðsetningum. Ef umfangið er mikið gæti verið um mörg verkefni að ræða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation