Þökk sé hverfisráðinu og hverfispottinum 2011 þá voru sett nokkur leiktæki á skólalóð Austurbæjarskóla síðsumars sama ár. Einu leiktækin á lóðinni þá voru 6 rólur. Aparólan var á topp 5 listanum hjá nemendum og samráðshópi þegar málið var rætt vorið 2011 og sagt var að hún kæmi í næsta áfanga.
Fyrir 15- 20 árum var aparóla (eða hlaupaköttur eins og tækið er líka kallað) á skólalóð Austó. Núna er búið að vinna alla undirbúningsvinnu. Gert hefur verið ráð fyrir henni á yfirlitsteikningum vegna endurgerðar skólalóðarinnar teikningar frá 6.6.2011. Nú er komin tíma á næsta áfanga - nú er beðið eftir aparólunni.
fann mynd af hlaupaketti í brekku
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation