Koma fyrir bekkjum til að geta horft á sólarlagið. Setja upp bekki og borð ásamt föstu grilli. Setja upp útsýnisskeifu, æfingatæki fyrir skokkarar.
Gera svæðið huggulegra og koma upp aðlaðandi aðstöðu fyrir áhugasama til að njóta fjallasýnarinnar, iðka líkamsrækt og grilla á góðviðrisdögum.
Í hverfinu eru fjölmargir ferðamenn - og íbúar. Það má auðveldlega gera vinsæla áningu úti á tanganum með því að koma fyrir stjörnukorti sem lýsir í myrkri - dauflega þó og má ekki ljósmenga. Þetta má líka kynna sem frábæran stað til að horfa eftir norðurljósum.
Faghópur Umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Ekki er langt síðan þarna var gerður stígur og nestisbekkir. Stefna borgarinnar er að staðsetja ekki útigrill nema á þeim stöðum þar sem starfsmenn hafa fasta umsjón - t.d. vegna umgengni og öryggis. Á svæðinu var einnig sett upp panoramaskilti. Það er þó spurning með hvort hægt sé að setja einhver æfingatæki - og hverjar óskirnar séu varðandi það.
Mér finnst þurfa að fara varlega með að setja voldug æfingatæki þar sem menn vilja nóta útsýnisins. Mætti frekar setja þá innar í "landinu". Eitt eða tvö einföld tæki ( t.d æfingarbekkur og staur til að halda sér í þegar er verið að teygja ) geta örugglega hentað samt. Þá er spurning hvort viðkomandi sem setti fram hugmyndina þekki það sem nýlega er búið að gera á þessum slóðum. Það eru bara nokkuð margar bekkir þarna. En stígurinn sem var lagður með sjónum (fram hjá Hrafni Gunnlaugssyni m.a. ) er ekkert kynntur. Var ekki upplýsingaskilti sem nú er horfið ?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation