Breytum Tún í Town

Breytum Tún í Town

Hvað viltu láta gera? Í 105 Reykjavík eru nokkrar götur sem enda á -tún. Breytum þessu frekar í -town. Þá fengum við götur eins og Borgartown, Hátown, Miðtown og Guðrúnartown. Enska orðið town er borið fram eins og tún. Plús það að ferðamenn og þeir sem tala ekki íslensku ættu auðveldara með að bera fram götuheitin. Þetta gæti dregið til sín fleiri ferðamenn og dreift álaginu í burtu frá miðbænum. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Ekki ensku í íslensk götuheiti

Frábær hugmynd sem þyrfti helst að fara í gegn ekki seinna en í dag.

Þetta hlítur að vera grín. Í fyrsta lagi er augljóst að götuheiti á Íslandi eigi að vera á íslensku svo að innfæddir eigi sem auðveldast með að bera fram nöfnin. Einnig er ekki w í íslenska stafrófinu. Mikilvægt er að viðhalda tungumálinu. Í öðru lagi er ekki rétt að town sé borið fram eins og tún. Það er borið fram eins og "táán". Í þriðja lagi þýðir "town" bær, og er þess vegna mjög skrítið að skýra götur "borgarbær", "miðbær", "hábær" og "guðrúnarbær" og getur valdið ruglingi.

Þetta er náttúrulega tómt rugl að fara breyta götunöfnum á Íslandi í ensku. Ef við eigum að fara að breyta nöfnum á Íslandi fyrir enskumælandi ferðamenn, gætum við eins breytt nafni Reykjavíkur í Smokey bay.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um eiginlega nýframkvæmd að ræða og ákvörðun um breytingu á götuheitum þarf að fara fyrir skipulags- og samgönguráð og er háð samþykki þeirra. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Áður hafa komið inn álíka hugmyndir á öðrum vettvangi, til að mynda þegar tillaga um nefna götu í höfuðið á persónu úr Star Wars barst á Betri Reykjavík og var send umhverfis- og skipulagsráði til meðhöndlunar. Þá var götu sem bar heitið Bratthöfði breytt í Svarthöfða. Sjá hlekk á frétt: https://reykjavik.is/frettir/svarthofdi-i-reykjavik. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information