Trjágerði kringum Arnarhól

Trjágerði kringum Arnarhól

Hvað viltu láta gera? Arnarhóll er frábær, jafnt að vetri sem sumri. Hann væri enn betri ef hann væri meira aflokaður, eins og garður. Þessu mætti ná fram með því að framlengja, þétta og hækka trjágerðið alveg vestur með Hverfisgötu og norður Lækjargötu. Hvers vegna viltu láta gera það? Það getur verið svolítið kaldur vindur á Arnarhóli sem gróðurinn myndi slá á. Hóllinn er á besta stað og gæti tekið að sér sambærilegt hlutverk við Hljómskálagarð ef þar væri betra skjól. Þetta snýst þó ekki bara um að loka vindinn úti, heldur að gera stemninguna á Arnarhóli meira kósý, en það er talsvert þung umferð á Hverfisgötu, í Lækjargötu og á Kalkofnsvegi, sem gerir dvöl þar ekki jafn eftirsóknarverða og hún gæti verið. Með trjágerði myndi fólk dvelja meira á Arnarhóli, koma þangað með mat og drykk, fara í leiki, slappa af. Návígi við uppbygginguna á Hafnartorgi og bættur svipur Hverfisgötu gerir Arnarhól að príma stað. Það má einnig nefna að Arnarhóll er frábær sleðabrekka ... sem endar í miðri umferðargötu. Trjágirðing einhvers konar myndi hjálpa til við að afmarka enda brekkunnar og auka þannig öryggi á svæðinu. Það er hefð fyrir tónleikum við Arnarhól. Trjágerðið passar vissulega illa á þeim stundum. Ég hef ekki endanlega lausn við því en kannski mætti láta sviðið bera við jaðar trjánna og hafa þau í lægra lagi akkúrat á þeim stað. Sviðið hefur náttúrulega flust talsvert hvort sem er eftir að Hafnartorg reis þannig að þetta er svæði í mótun.

Points

Fullkomin konsept.

Léleg mynd. Emojis? Ég var alveg á bakvið þetta þangað til ég sá myndina. 8/10 fyrir hugmyndina, 0/10 fyrir myndina.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information