Hvað viltu láta gera? Ég vil að skólahald hefjist að nýju í Staðarhverfi í því húsnæði sem er enn til staðar og stendur tómt. Það eru nógu mörg börn í þessu hverfi á aldrinum 6-15 ára til að halda þeim skóla gangandi og væri hægt að taka nágranna okkar í Mosfellsbæ til fyrirmyndar og færa leikskólann einnig yfir í Korpuskóla til að fullnýta húsnæðið. Hvers vegna viltu láta gera það? Við viljum að börnin geti labbað í grunnskólann sinn og þurfi ekki að taka skólarútu í skólann sinn og var það ein helsta ástæðan fyrir því að við hjónin keyptum okkur eign í þessu hverfi 2017 og finnst okkur í þessu hverfi að Reykjavíkurborg hafi brotið á okkur með því að loka þessum frábæra grunnskóla
Það eru miklar breytingar á kverfaskipan þegar grunnskóli hverfisins er lagður niður án fullnægjandi skýringar, þetta kemur okkur öllum við hvort við séum með börn á þessum aldri eða ekki.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún samræmist ekki stefnu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
Börnin okkar eiga rétt a því að vera í skóla í nærumhverfi sínu.
Réttur barna til þess að fá grunnþjónustu í sínu nærumhverfi
Réttur barna að fá grunnþjónustu í sínu nærumhverfi.
Mikilvægt að grunnskólinn sé starfandi til að styrkja hverfið og auka öryggi barnanna sem þar búa. Grunnskóli er hjarta hverfisins
Börn eiga rétt á skóla í nærumhverfi.
Ef skólahaldi verður ekki haldið áfram í hverfinu er engin eða lítil ástæða fyrir barnafjölskyldur að flytjast í eða staldra við í hverfinu þar sem grunnþjónustu við börnin vantar.
Réttur barna að geta gengið í skóla í sínu hverfi.
Það verður að vera skóli þar sem börn þurfa ekki að ferðast með farartækjum til að mæta.
Bekkir í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins eru þegar of stórir og sú staða lagast ekki við fækkun grunnskólanna. Börn eiga einnig að hafa aðgang að grunnskóla í nærumhverfi sínu.
Réttur barna að hafa skóla í sínu hverfi
Skilyrðislaus réttur barna að fá eina af grunnþjónustu samfélagsins í sínu hverfi!
Réttur barna til þess að fá grunnþjónustu í sínu nærumhverfi
Samkvæmt deiliskipulagi á að vera starfandi grunnskóli í hverfinu. Börn eiga að geta sótt skóla í sínu nærumhverfi.
Börn eiga rétt að að vera í skóla nálægt heimilum sínum.
Að láta börn þurfa að labba marga km í skóla þegar það er fullkomlega góð bygging í hverfinu er sturlun. Ég ólst upp úti á landi þar sem voru fáir í bekk og stundum tveimur bekkjum kennt saman og það var yndislegt allir fengu mikla og góða athygli. Líka laga aftur skólana í Engjar, Víkur og Borgar hverfinu svo krakkarnir séu öruggir í sínu hverfi. Sérstaklega þar sem við erum svo ólánsöm að hafa borgarstjóra sem trúir ekki á merktar gangbrautir eða að tryggja öryggi gangandi vegfarenda í umferðinni
Það flytur ekkert fjölskyldufólk í hverfi þar sem ekki er skóli og það er fáránlegt að leigja inniviðina út eða selja og þurfa svo að byggja nýjan skóla eftir nokkur ár þegar fjölgar aftur, frekar að sameina skóla og leikskóla tímabundið til að nýta mötuneyti og skrifstofur eins og tíðkast annarstaðar og njóta þess að hafa meiri tíma fyrir hvern nemanda.
Börnin eiga rétt á skóla í nærliggjandi heimili án þess að fara yfir erfitt gatnakerfi
Lágmarksréttindi að börn geti sótt skóla í sínu hverfi
Það er nauðsynlegt fyrir börnin að hafa grunnskóla í sínu nærumhverfi. Inn í það kemur einnig öryggi barnanna. Félagslega þá takmarkar það samskipti þeirra og slítur frekar þau samskipti sem voru góð fyrir að þurfa sækja skóla í öðru hverfi. Það er öllum börnum hollt og gott að geta gengið í og úr skóla og þá verið samferða bekkjarfélaga sínum. Það styrkir samstöðu þeirra og eflir þau félagslega á allan hátt. Það er skömm að því að ekki skuli vera hugað að því sem börnunum er fyrir bestu.
Börn eiga rétt á að sækja skóla í sýnu hverfi
Börn eiga rett a að sækja skóla nærri sínu heimili.
Börn eiga rétt á að geta farið í skóla í sínu hverfi en ekki að þurfa taka rútu til að fara í aðra skóla í öðrum hverfum. Þetta var frábær skóli og það væri mjog gott að opna skólann aftur.
Til að barnafjölskyldur flytji í hverfi þá þarf grunnskóli að vera til staðar í hverfinu.
ENGIN RÖK FYRIR ÞVÍ AÐ LOKA SKÓLA ÞÓ BÖRNUM FÆKKI- SEM BETUR FER Í OKKAR GÓÐA MENNINGARHEIMI FÆÐAST BÖRN DAGLEGA OG ÞAU ÞURFA Á ÞESSUM SKÓLA AÐ HALDA.
Réttur barna að fá grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Skapar einnig ennþá meiri umferð í kringum skólana í hinum hverfunum í staðin. Það er allt neikvætt við þessa lokun.
Öll börn eiga rétt á menntun í sínu nærumhverfi, líka börn í úthverfum.
Réttur barna til þess að fá grunnþjónustu í sínu nærumhverfi.
Þessi skóli er hjartað í hverfinu. Eftir lokun hans er ansi dapurt að börnin í hverfinu þurfi að keyra framhjá gamla skólanum sínum galtómum á hverjum degi á leið í skólann í næsta hverfi.
Það eru sjálfsögð réttindi okkar að hafa skóla í hverfinu okkar. Þegar við kaupum okkar húsnæði og flytjum í hverfið þá er þessi grunnþjónusta til staðar - og þetta er eitt af grunnhugsun fyrir barnafólk þegar velja á sér búsetu. Auðvitað gerist það alls staðar að íbúar eldast og það fækkar börnum en svo kemur að endurnýjun og íbúar yngjast og aftur færist líf í skólann. EN nei það er búið að eyðilegga þetta hverfi fyrir endurnýjun útaf skólamálum. Verðin lækka og lítil sala. OPNUM SKÓLANN AFTUR
Réttur barna að fa grunnþjónustu (skóla) i sínu hverfi
Það myndi minnka kolefnisspor hverfisins og auka hreyfingu þar sem börnin munu geta gengið í skólann í stað þess að ferðast um í rútu
Of lítið pláss til að skrifa. Í stykkorðum: Svar Borgarinnar til væntanlegra íbúðakaupendum 1999 var skólinn verður byggður er á deiliskipulagi - þverfagleg nefnd -niðurstaða : byggja ódýra byggingu- stærð samkvæmt spá um íbúasamsetningu í hverfinu þegar það væri í jafnvægi - lausar kennslustofur í hámarki - í lámarki gæti byggingin hýst leikskólinn líka og jafnvel áfram- Undanfari skóla í Mosfellsbæ - skóla í Skerjafirði hvað hugmyndafræði snertir. Lokun- algjör forsendubrestur íbúa- pólitík.
Meðalaldur í hverfinu er hár. Því má leiða líkum af endurnýjun íbúa á næstu 10-20 árum. Með engan starfandi grunnskóla í hverfinu er ólíklegt að barnafjölskyldur velji sér búsetu þar og því ólíklegt að barnafjöldi aukist með árunum. Því er algjörlega nauðsynlegt að halda úti grunnþjónustu við íbúa svo að eðlileg þróun innan hverfis geti átt sér stað.
Við viljum grunnskóla í hverfið okkar engan strætisvagn
Börn eiga rétt á að geta sótt skóla í sínu hverfi. Þau eiga ekki að þurfa að taka rútu eða strætó (sem stoppar fjarri skólanum) í næsta hverfi. Rútuumferðin mengar, aukin bílaumferð við skólana í Engja- og Víkurhverfi mengar og skapar slysahættu. Á meðan stendur skólinn tómur og engin barnafjölskylda flytur í hverfið. Opnið skólann aftur!!
Það skýtur skökku við þegar verið er að þétta byggð í borginni t.d. til að auðvelda samgöngur að þessum skóla hafi verið lokað og strætó notaður til að flytja börnin á milli hverfa. Og þetta kemur ekki bara Staðarhverfi við heldur líka Rimahverfi, Engjahverfi, Vikurhverfi, Borgahverfi. Þetta hefur áhrif á öll börn í þessum hverfum og hefði maður haldið að þetta væri í algjörri mótsögn við allan skilning sem fólk hefur haft á því hvað er best fyrir börnin. Það þarf að opna þennan skóla sem fyrst.
Réttur barna á menntun í sínu hverfi
vil láta opna skólann aftur og hann á að vera opinn. Skapar öryggi og börnunum líður betur að geta verið með vinum sínum í bekk. Þurfa ekki að fara í bíl eða vera keyrð á hverjum morgni í óperónulegan skóla með fullt af öðrum börnum sem þau þekkja ekki neitt. Foreldrarnir verða rólegri og minnkar auk þess umferð . er það ekki málið . Börnin geta gengið í skólann. . Persónulegur skóli með úrvalskennurum . hvað er hægt að hafa það betra. Skólann aftur i Staðarhverfi.
Bôrn eiga ekki að þurfa að fara útúr sínu hverfi til að sækja skóla. Grunnþjonusta í hverju hverfi er að hafa Grunnskóla.
Með því að opna Staðarskóla getur Harmaskóli vonandi farið aftur í rétt far og verið þá fyrir alla aldurshópa. Þannig mun ekki fólk flytjast frá því hverfi líka eina og í Staðarhverfi
Réttur hvers barns að geta sótt skóla í sínu hverfi
Það er mikilvægt að börn geti sótt skóla í sínu nærumhverfi.
Er íbúi í Staðarhverfi, samkv. skipulagi átti að vera heilstæður grunnskóli. Ég vil vera með seljanlegri eign ef það kæmi til að ég þyrfti að selja.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation