Fjallahjólabraut

Fjallahjólabraut

Hvað viltu láta gera? Útbúa fjallahjólreiðabraut frá Aparóló í ártúnsholti niður að rafstöðuvegi. Brautin yrði að vera hönnuð þannig að öll hæfnistig gætu haft gaman af Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil hjolamenning er í kringum elliðarárdalinn. Margir hjolahópar sem safnast saman og taka hring. Þessvegna væri tilvalið að setja upp hjolabraut sem gæti verið notuð sem æfingasvæðið fyrir hjólakrakka en einnig kynnt þetta skemmtilega sport fyrir krökkum (og fullorðnum) í hverfinu. Einnig gæti þetta svæði leyst elliðarárdalinn af hólmi og þá minnkað árekstra hjolreiðafolks og gönguhopa sem öll viljum nota svæðið.

Points

Það kæmu kannski um tvær eins meters rákir í illgresið, en ekkert sem er óafturkræft. Og kannski að brenninetlurnar gætu stungið fyrstu hjólarana.

goð hugmynd!

geggjuð hugmynd:)

Þetta hljómar eins og eitthvað sem fólk af öllum aldri

Frábær hugmynd i alla staði. Svæðið vannýtt annars og ekki mikið af fjallahjolreiðastigum innan borgarmarkana.

Geggjað

Flott þetta!

Bara góð hugmynd

Geggjuð hugmynd

Geggjuð hugmynd.

Geggjuð hugmynd

Þetta finnst mér góð hugmynd👍🏻👍🏻👍🏻

Þetta yrði frábær nýting á annars ónothæfu svæði. Frábær hugmynd!

Snilldar hugmynd og yrði klárlega mikið notað!

Frábær hugmynd á vannýttu svæði!!

Styð þessa hugmynd 100%! Gott að gefa þeim tækifæri til að hafa sitt eigið svæði sem vilja leika sér á sínum fjallahjólum alveg eins og þeir sem vilja ganga og hlaupa fá sínar sérstöku göngu-og hjólabrautir. Frábært hvernig reynt er smám saman að mæta þörfum sem flestra í hverfinu okkar og samtímis gera hverfið okkar að öruggari stað.

Þetta er svo snjallt og einfalt. Svæðið er opið og ekkert nýtt í dag. Ekkert ónæði er af fjallahjólum fyrir nágranna. Lítið rask verður í raun og allt afturkræft. Auðvelt að móta 2-3 hringbrautir fyrir börn og fullorðna með minni pöllum til æfinga. Má tengja við leiðir um Breiðholt, Elliðaárdalinn og auðvitað Ártúnsbrekku, þar sem mætti setja kannski eins og einn eða tvo erfiðari palla líka sem nýtast allt árið með skíðunum. Án efa hægt að leita ráða hjá okkar besta hjólafólki.😁

Frábær hugmynd. Góð nýting á annars ónýttu svæði. Eins og dalurinn dregur til sín sífellt fleiri í leit að útivist og ekki síst hjólara, mætti jafnvel dreifa svona brautum bara víðar um dalinn. Dreifa þannig álagi á annars frábærum stígum sem liggja um skóga dalsins og eru notaðir til jafns til göngu, hlaupa og hjólreiða.

Algjör snild...hef horft á þetta svæði oft og hugsað hversu geggjað yrði að hafa smá rennsli þarna niður

Hlómar eins og mjög skemmtileg nýting á illa nýttu svæði og ætti ekki að vera mjög dýrt. Hjólreiðar alltaf að verða visælli þannig að margir geta notið vel.

Þetta hljómar eins og eitthvað sem fólk af öllum aldri getur nýtt sér. Það er alveg gríðarleg aukning á að heilu fjölskyldurnar er að njóta útiveru á hjólum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Árbæjar og Norðlingsholts á miðvikudaginn næstkomandi þann 28. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 20 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/730082194357926/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Kæri hugmyndahöfundur Uppstilling kjörseðla fyrir kosningarnar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt fór fram á opnum fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Þín hugmynd var því miður ekki valin áfram og verður því ekki á kjörseðlinum að þessu sinni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má finna hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og ljóst að margar góðar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information