Hringtorg við Bæjarháls/Hraunbær

Hringtorg við Bæjarháls/Hraunbær

Lítið hringtorg við gatnamót Bæjarháls/Hraunbær. Mikil aukning umferðar dags daglega. Eða hafa ljós við gatnamótin. Laga þarf göngustíga sitt hvoru megin við götuna,hafa samfellt báðum megin. .

Points

Öryggi ábótarvant fyrir alla bíla sem og gangandi/hjólandi íbúa.

Við í Íbúasamtökunum höfum bent á þann möguleika til að létta á umferðinni. Bæði mun það létta á gatnamótunum og einnig minnka umferð upp Hraunbæinn.

Tvær aðrar tillögur komu út úr fundinum, samhljóma þessari.

Við í Íbúasamtökum Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss. Settum þessa hugmynd inn á síðasta ári og fékk hún nokkuð góðar undirtektir en var tekinn út þrátt fyrir að ná inn eftir kosningu vegna þess hve dýrt þetta verkefni er. Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu alveg síðan og því miður verður það að segjast að vinna þessa hluti með stjórnsýslunni hjá borginni að það getur verði ansi þungt. Mér líst vel á að þessi hugmyndi komi inn aftur og vonandi fær hún góða kosningu til að geta sett enn meiri þrýsting á þetta verkefni. Það er mikil þörf á að laga þessi gatnamót því þau eru stór hættuleg akandi, hjólandi og gangandi vegfarendum og þá ekki síst börnunum í hverfinu sem fara yfir þessi gatnamót. Endilega styðjið þessa hugmynd, það er okkur öllum til hagsbóta að auka öryggið í hverfinu. kveðja Elvar Örn Þórisson Formaður Íbúasamtaka Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss

Hvaða hugmyndir voru það?

Tillögur eða orðsendingar um nauðsyn Hringtorgs.

er ekki hægt að athuga með að opna bílastæðið við Ásinn (heitir þessi veslunarkjarni það ekki) beint út á vesturlandsveg það ætt bæði að létta á þessum gatnamótum og vera ódýrara.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information