Laga aðkomu að göngubrú yfir Miklubraut

Laga aðkomu að göngubrú yfir Miklubraut

Hvað viltu láta gera? Laga aðkomu að göngubrú yfir Miklubraut, bæði Safamýrarmegin og Kringlumegin, bæði grindverk/handrið og halla frá göngustíg upp á brúna. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru brattar brekkur við báða enda brúarinnar, grindverk/handrið gapir þannig að slysagildra hefur myndast sem leiðir beint niður á Miklubraut. Börn ganga yfir þessa brú á leið til og frá skóla og leikskóla alla daga. Nauðsynlegt er að fylla upp í þessi göt báðum megin. Þá veldur mikill halli þar sem göngustígur sameinast brúnni verulegum vandræðum fyrir fólk á öllum aldri þegar hálka er á svæðinu. Mikilvægt er að hafa brekkuna meira aflíðandi.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Nauðsynlegt að laga þetta sem allra fyrst!

Þessi aðkoma að brúnni er mjög hættuleg hálku og snjó. Er reyndar hræddur um að einhver slys hafi nú þegar orðið þarna enda hefur stígurinn sigið um 1/2 metra eða meira.

Við konan höfum ósjaldan labbað þarna með barnavagn búandi í Kringlunni og þetta er í raun stórhættulegt. Ég hef runnið niður hallann sem er Safamýrarmeginn oftar en einu sinni og mér tókst að detta einu sinni. Blessunarlega var ég ekki með vagninn þegar ég datt. Mikil umferð um þessa brú af fólki á öllum aldrei og þetta verður að laga.

Sammála. Það er kíminn tími á að bæta aðkomuna við brúna. Brekkan er líka mjög brött, sérstaklega Álftamýrarmegin og mjög erfið þegar það er hált jafnvel þó búið sé að sanda. Það eru líka þröngar beygjur báðu megin, óheppilegt með aukinni umferð hjóla og hlaupahjóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information