Birkimelur gerður að 30 km hraða götu

Birkimelur gerður að 30 km hraða götu

Lækka á hraðann niður í 30 og að einnig verði gerðir upphitaðir göngu- og hjólreiðastígar. Leiðin er mikið notuð af börnum á leið í Hagaskóla, gangandi og hjólandi

Points

Vesturbær hefur verið að lækka hraðann í götunum enda mikið um gangandi og hjólandi vegfarendur, þannig að það er mikilvægt að tryggja öryggi þessara aðila.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað hugmyndina og telur hana í núverandi mynd ekki tæka í kosningu um Betri hverfi, m.a. á þeim forsendum að gatan er tengigata. Að auki sprengir upphitun gangstéttar kostnaðarrammann. Faghópurinn vill þó láta samgönguskrifstofu skoða hugmyndina frekar.

Ég geng þarna á hverjum morgni nánast og finnst það óþægilegt. Svæðið er illa upplýst, gangandi og hjólandi í sífelldri hættu við að rekast á og bílar þeysa framhjá oft á mikilli ferð. Fyrir utan þetta þá liggur landið einhvern vegin þannig að þarna myndast alltaf hálka ísinn er lífseygur þarna. Mér finnst að þetta ætti að fara í forgang!

Göngustígurinn meðfram Birkimel er löngu úr sér genginn. Hann er mjög mikið notaður af gangandi og hjólandi, m.a. af Hagskælingum sem búa norðan Hringbrautar og fara yfir á ljósunum við Björnsbakarí og hjóla eða ganga í skólann. Stígurinn er hinsvegar sérlega illa hannaður. Ljósastaurar eru á miðjum stígnum, stálgrindur til að hamla bílaumferð ganga langt inn á stíginn, hellur hafa víða brotnað undan bílum sem aka upp á stíginn osfrv. Endurnýjun stígsins myndi gera þessa vinsælu leið öruggari.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information